Námskeið

Námskeið

 • Leiklist & dans

  Á námskeiðinu læra krakkarnir einn dans ásamt því að læra fullt af skemmtilegum leiklistaræfingum. Krakkarnir koma til með að skapa mínútu leik- eða dansverk til þess að sýna í lok námskeiðsins. Áhersla er lögð á sköpunarkraft og leikgleði.   11-15. júní- FULLT 25-29. júní- FULLT
 • Macramé hnýting

  19.900 kr.

  Ninna Stefánsdóttir býr til macramé vörur undir vörumerkinu Marr. Áhugi hennar á macramé hnýtingum kviknaði fyrir u.þ.b. tveimur árum, þá nýtti hún hvern lausan tíma til að hnýta og prófa sig áfram með aðferðina. Í dag fást vegghengi og blómahengi frá Marr í Hrím, Litlu Hönnunar Búðinni, Eyrinni og á vefsíðunni marr.is, þar að auki hefur Ninna verið að taka að sér kennslu í hnýtingu.

  Ninna talar um að það sem heilli sig við macramé sé hversu róandi aðferðin sé fyrir hugann, auk þess sem möguleikarnir virðast ótakmarkaðir. Hægt er að nýta aðferðina við að búa til vegghengi, blómahengi, hillur, hengistóla og ljósakrónur svo fátt eitt sé nefnt.

  Á námskeiðinu verður farið í undirstöður í macramé hnýtingum, kynnast mismunandi efnum og ná tökum á ólíkum hnútum. Þátttakendur munu að minnsta kosti hnýta sér bæði blómahengi og vegghengi.

 • Myndlistarnámskeið fyrir 6-7 ára

  28.400 kr.
  Á námskeiðinu verður unnið með skapandi hugsun, persónulega tjáningu og ímyndunaraflið. Unnin verða verk í tvívídd og þrívídd þar sem farið verður í undirstöður sjónlista. Meðal annars formhugsun, myndbyggingu og litafræði. Efniviður námskeiðisins verður sem fjölbreyttastur en það sem við leggjum einna mest upp úr er  sköpunarferlið, leikurinn og tjáningin það eru aðalatriðið. Staðsetning Garðatorg [...]
 • Myndlistarnámskeið fyrir 8-9 ára

  38.900 kr.
  Á námskeiðinu verður unnið með skapandi hugsun, persónulega tjáningu og ímyndunaraflið. Unnin verða verk í tvívídd og þrívídd þar sem farið verður í undirstöður sjónlista. Meðal annars formhugsun, myndbyggingu og litafræði. Efniviður námskeiðisins verður sem fjölbreyttastur en það sem við leggjum einna mest upp úr er  sköpunarferlið, leikurinn og tjáningin það eru aðalatriðið. Staðsetning Garðatorg [...]
 • Skapandi sumarfjör

  10.500 kr.
  Hið sívinsæla sumarnámskeið Klifsins Skapandi sumarfjör, verður í boði fyrir börn á aldrinum 6 til 11 ára sumarið 2018. Skapandi sumarfjör er skemmtileg leikja- og listasmiðja þar sem börn fá að leysa eigin sköpunarkraft úr læðingi á sviði myndlistar, leiklistar, dans og tónlistar. Leikir og hópefli verður einning ríkjandi  auk þess sem hóparnir munu framkvæma vísindatilraunir af allskyns tagi. [...]