Einkatímar í söng þar sem notast er við söngtæknina Complete Vocal Technique. Tímarnir eru sniðnir að hverjum og einum nemanda sem fær að ráða ferðinni eftir því hver óskin er í hvert sinn. Söngvarinn kemur í tíma með lag sem hann vill vinna með, en ásamt því verður farið í grunntækni eins og stuðning, raddbeitingu og framkomu. Tímarnir henta bæði byrjendum og þeim sem eru lengra komnir.
Hægt er að velja á milli 1-5-10 tíma og lækkar verðið per tíma eftir hvað margir tímar eru keyptir.
1x 45 mín- 10000 kr.
5x 45 mín- 47.500 kr.
10x 45 mín – 90.000 kr. – Sendið tölvupóst á klifid@klifid.is ef áhugi er fyrir 10 tímum. Aðeins er hægt að taka 10 tíma námskeið ef það hefst fyrir miðjan ágúst.
ATH Kennslutímabil haustannar er til lok október 2023.
Örlítið um Complete Vocal Technique
Allir geta lært að syngja eru einkunnarorð Complete Vocal Technique. Við eigum að geta framkvæmt öll þau hljóð sem við viljum á heilbrigðan hátt.
Tæknin snýst í kringum fjögur grunnatriði:
– Þrjú megin lögmál (stuðning, nauðsynlegt twang og það að forðast spennu í vörum og kjálka)
– Fjóra raddgíra (Neutral, Curbing, Overdrive og Edge)
– Raddlit (dökkan – ljósan)
– Raddeffekt (slaufur, víbrató, öskur o.fl.)
Hægt er að lesa meira um tæknina hér: https://completevocal.institute/complete-vocal-technique/