Rebekka Sif Stefánsdóttir

Söngkennari/Verkefnastjóri

Rebekka Sif Stefánsdóttir er söngkona, lagahöfundur og söngkennari. Hún hefur kennt börnum hjá Klifinu söng og lagasmíðar frá haustinu 2013 með góðum árangri. Síðustu sumur hefur hún verið verkefnastjóri Skapandi sumarnámskeiða Klifsins sem eru vinsæl listaleikjanámskeið meðal barna í Garðabæ yfir sumartímann. Rebekka er með kennaragráðu frá Complete Vocal Institute í Kaupmannahöfn. Áður hefur hún lokið burtfaraprófi í bæði klassískum söng frá Tónlistarskólanum í Garðabæ og jazz- og rokksöng frá Tónlistarskóla FÍH. Haustið 2017 gaf hún út sína fyrstu plötu Wondering sem inniheldur 11 frumsamin lög.

Rebekka Sif er lauk B.A. prófi í almennri bókmenntafræði árið 2017 og M.A. gráðu í ritlist árið 2020. Smásögur eftir hana hafa birst meðal annars í smásafnasafninu Möndulhalla sem kom út hjá Unu útgáfuhúsi vorið 2020 og í safnritum ritlistarnema, Hefðir, Ljóðhúsasmiðir og Þrenning. Rebekka er einnig aðstoðarritstjóri menningarmiðilsins Lestrarklefans, www.lestrarklefinn.is og umsjónarmaður Blekvarpsins, hlaðvarps um ritlist og skapandi skrif.

Námskeið sem Rebekka kennir