Námskeiðið hentar þeim sem vilja ná grunnfærni í að mála með akrýl og farið verður yfir helstu hluti sem tengjast akrýlmálun. Á námskeiðinu verður farið yfir það hvernig akrýlmálning virkar og mismunandi aðferðir til að vinna með hana, ásamt því að fara yfir pensla, blýanta, pappír og striga.
- Nemandinn þarf ekki að hafa bakgrunn í myndlist til að sækja námskeiðið og kennarinn sýnir mismunandi leiðir til að undirbúa þær myndir sem unnið verður með áður en byrjað er að mála.
- Einnig verður farið yfir aðferðir til að einfalda myndefnið sem tekið verður fyrir á námskeiðinu og kennt verður á litablöndun.
Efni og áhöld
Nemendur útvega sjálfir málningu, pensla, blýanta og strokleður fyrir námskeiðið en við sendum póst fyrir fyrsta tíma og bendum á hvað og hvar er gott að fjárfesta í slíku.
Við hvetjum þátttakendur til að ná í Abler appið en öll samskipti og upplýsingar varðandi námskeiðið munu fara þar fram.