Jens Júlíusson

Myndlistakennari

Jens lauk BA í Digital Arts frá University of Cumbria í Englandi 2016. Þar áður útskrifaðist hann frá Myndlistaskólanum í Reykjavík 2015 úr Teiknibraut og hann er með diploma úr bæði Environment Design frá CGMA og Classical Drawing frá The Drawing Academy í Danmörku. Jens teiknar og málar mikið með mismunandi aðferðum. Hann málar mikið með vatnslitum, gouache og bleki en hann teiknar einnig í Photoshop. Jens hefur sjálfstætt gefið út myndasögu, málað myndir sem hann hefur selt í gegnum netið, teiknað myndir fyrir sjónvarpið og hannað jólakort.

Námskeið sem Jens kennir