Námskeiðið hentar þeim sem vilja ná góðri færni í að vinna með vatnsliti. Farið verður yfir helstu grunnatriði sem tengjast vatnslitum, það verður farið ýtarlega í mismunandi efni eins og pensla, mismunandi gerðir pappírs, liti og það helsta sem þarf til að ná góðri stjórn á vatnslitamálun.
Nemandanum verður kennt hvernig strekkja skal pappír á plötu þannig að hann lyftist ekki þegar hann blotnar. Það verður farið í allt frá einföldum myndum með fáum litum yfir í flóknari myndir þar sem nemandinn mun vinna með mismunandi aðferðir til að fullklára myndinar sínar. Farið verður í hvernig hægt sé að gera einfaldar skissur sterkari með notkun vatnslita.
Nemandinn verður aðstoðaður í að sækja sér innblástur og hvernig hægt sé að nýta sér þann innblástur þegar kemur að því að mála.