Kristbjörg Ágústsdóttir

Zumbakennari

Kristbjörg Ágústsdóttir

Hreyfing í vatni

Kristbjörg kynntist Zumba í Bandaríkjunum árið 2010 og tók í mars 2012 réttindi sem Zumba leiðbeinandi og hefur kennt hjá okkur í Klifinu við góðan orðstír síðan, Zumba fitness, Aqua zumba og Zumba kids. Kristbjörg hefur lagt mikla áherslu á hreyfingu í vatni og sérhæft sig í því. Aqua Zumba námskeiðin hennar hafa verið mjög vinsæl hjá Klifinu.

Kristbjörg er einnig með kennsluréttindi í hóptímakennslu, Fusion pilates, Yoga tune up og HAF yoga. Hún hefur boðið uppá Aqua Tabata sem eru öflugir vatnsleikfimis tímar og HAF yoga sem leggur áherslu á mjúkar teygjur og flæði í vatninu.

Námskeið sem Kristbjörg kennir