Aqua Zumba® öðru nafni Zumba sundlaugarpartý gefur hressilegri líkamsþjálfum nýja merkingu. Gusugangur, teygjur, snúningar, hróp, flaut, hlátur og köll fylgja oft Aqua Zumba tímum. Í Aqua Zumba sameinast hugmyndafræði Zumba og hefðbundin vatnsleikfimi í öruggri en krefjandi líkamsrækt í vatni, þar sem reynir á þol og hefur auk þess líkamsmótandi áhrif. Agua Zumba er síðast en ekki síst ótrúlega hressandi.
Sumar 2022 – Kennt er á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 17:00. Kennari er Carolin Guðbjartsdóttir sem hefur kennt Aqua zumba með Síkátu Zúmbínunum.
2 vikur – 7.000 kr
4 vikur – 14.000 kr
Tímabil 7. júní- 30. júní.