Jóhannes Guðjónsson
Píanókennari
Jóhannes Guðjónsson hóf tónlistarnám ungur að aldri, byrjaði að læra á barítónhorn og píanó þegar hann var 9 ára í Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts. Síðar hélt hann áfram námi á píanó í Tónlistarskóla Sigursveins D. Kristinssonar hjá Brynju Guttormsdóttur. Hann stundaði einnig nám í FÍH og MÍT, þar sem hann lauk útskriftartónleikum bæði í rytmískri og klassískri deild, undir leiðsögn Eyþórs Gunnarssonar og Þóru Fríðu Sæmundsdóttur.
Hann starfaði áður sem undirleikari í Tónlistarskólanum á Akranesi en er nú kennari og undirleikari í Tónskóla Eddu Borg, Söngskóla Sigurðar Demetz, Tónlistarskóla Garðabæjar og Klifinu skapandi setri
Námskeið sem Jóhannes kennir
Píanónámskeið · Einkatímar
Jóhannes Guðjónsson, Daniel Alexander Cathcart Jones