Badminton í góðra vina hópi er sannkölluð næring fyrir líkama og sál
Klifið býður hópum að taka á leigu badmintonvöll í íþróttamiðstöð Sjálandsskóla. Tilvalið er fyrir vinahópa, vinnufélaga, saumaklúbba að eiga frátekinn völl einu sinni í viku. Pláss er fyrir fjóra iðkendur á einum velli í einu.
Pláss er fyrir þrjá hópa í senn þar sem þrír vellir eru í salnum.
Verðið miðast við hvern völl og deilist því niður á þátttakendur á hverjum velli fyrir sig.
Einn iðkandi sagðist ,,vera á landsliðsæfingu“ þegar hann var spurður út í badmintontímana og annar sagði badmintonið vera heilagan tíma í dagskrá vikunnar. Margir iðkendur koma ár eftir ár og komast færri að en vilja.
Skráning fer fram í gegnum netfangið:klifid@klifid.is eða í síma 565 0600.
Mánudagur kl 20:00-21:00
Mánudagur kl 21:00-22:00
Fimmtudagur kl 20:00-21:00
Fimmtudagur kl 21:00-22:00