Á söngnámskeiði Klifsins fá ungir söngvarar tækifæri til að þroskast í söng og framkomu. Lögð verður áhersla á einsöng með míkrafón þar sem söngvararnir verða hvattir til að gefa af sér með tjáningu. Einnig verður samsöngur til að hrista hópinn saman og þau fá tækifæri til þess að prófa einföld ásláttarhljóðfæri til að spila á meðan þau syngja. Lagaval námskeiðsins er frekur frjálst en mikilvægast er að ungu söngvararnir fái að syngja lög sem þeim finnst gaman af.
Að lokum höldum við tónleika þar sem hver söngvari fær að láta ljós sitt skína og sýna fjölskyldu sinni og vinum afrakstur námskeiðsins. Lokatíminn er tvöfaldur með tónleikum.
- Námskeið A – hefst miðvikudaginn 23. ágúst
- Námskeið B – hefst þriðjudaginn 22. ágúst