Nú er sumarið handan við hornið og námskeiðin hver að öðru að klárast hér í Klifinu. Við erum að leggja lokahönd á dagskrá sumarins en boðið verður upp á spennandi námskeið í leiklist, söng og myndlist fyrir 6-12 ára frá 12. júní – 7. júlí. Hver námskeið er eina viku í senn annað hvort fyrir hádegi eða eftir hádegi.
Við stefnum að því að vera búin að setja öll sumarnámskeiðin í loftið fyrir 1. apríl
Nú er fyrstu vikum skapandi sumarnámskeiða Klifsins lokið! Börn hafa flykkst að til að syngja, leika, dansa og teikna. Í júní fengum við til liðs við okkur þrjá hæfileikaríka kennara þær Hildi Láru Sveinsdóttur myndlistakennara, Helenu Hafsteinsdóttur leiklistarkennara og Rebekku Sif Stefánsdóttur söngkennara sem er einnig verkefnastjóri Klifsins. Námskeiðin hafa verið vel sótt og börnin […]
Nú styttist loksins í sumarið! Klifið er með fjölbreytt úrval af skapandi námskeiðum líkt og síðustu sumur og hlökkum við að taka bráðlega á móti kátum krökkum. Námskeiðin verða haldin í hvítu útihúsunum við Hofstaðaskóla og í rými Klifsins á Garðatorgi 7. Þetta sumarið eru í boði námskeið með áherslu á leiklist og dans, söng, […]
Mikil tilhlökkun er fyrir námskeiðum vorannarinnar hjá Klifinu. Boðið er upp á fjöldann allan af skapandi námskeiðum og skemmtilega hreyfingu í vor. Skráning er hafin og hefjast fyrstu námskeiðin strax í lok janúar en önnur aðra vikuna í febrúar. Nýr verkefnastjóri Rebekka Sif Stefánsdóttir, söngkona og söngkennari Klifsins til margra ára, kom til okkar nú […]
Sumarnámskeið fyrir börn 2021
Haustönnin 2020 hefur því fengið að teygja anga sína inn í nýja árið og eru námskeiðin okkar að klárast í janúar, við höfum verið einstaklega heppin með kennara, iðkendur og foreldra sem hafa sýnt ótrúlega þolinmæði og jákvætt viðhorf í þessum aðstæðum og þökkum við kærlega fyrir þau viðbrögð. Námskeið vorannar 2021 eru komin í […]
Klifið 10 ára Nú í haust eru 10 ár frá því að Klifið hóf starfsemi sína sem markar 10 ár af skapandi starfsemi í Garðabæ. Í gegnum árin hafa ógrynni af nemendum komið til okkar á námskeið, stutt sem löng, og aukið þekkingu sína í skapandi greinum. Hvort sem það er í myndlist, tónlist, hreyfingu […]
Nú er enn einu skapandi sumri lokið í Klifinu! Í sumar vorum við með fjölbreytt námskeið fyrir börn á aldrinum 6-12 ára og voru þau haldin í hvítu útihúsunum við Hofstaðaskóla. Þetta sumarið vorum við með þrjá kennara, þær Rebekku Sif, Silju Rós og Björk Viggósdóttur. Rebekka Sif kenndi Skapandi sumarsöng þar sem börnin fengu […]
Haustbæklingur Klifsins er nú kominn út. Hægt er að nálgast vefútgáfu hans með því að smella hér. Við hvetjum alla til þess að deila honum meðal vina sinna á Facebook. Gleðikveðjur,Ásta og Ágústa