Fréttir
Sumarfjörið er á fullu!
- 06/28/2022
- Posted by: admin42
- Flokkur: Barna- og unglinga Börn- og unglingar Fréttir
Nú er fyrstu vikum skapandi sumarnámskeiða Klifsins lokið! Börn hafa flykkst að til að syngja, leika, dansa og teikna. Í júní fengum við til liðs við okkur þrjá hæfileikaríka kennara þær Hildi Láru Sveinsdóttur myndlistakennara, Helenu Hafsteinsdóttur leiklistarkennara og Rebekku Sif Stefánsdóttur söngkennara sem er einnig verkefnastjóri Klifsins.
Námskeiðin hafa verið vel sótt og börnin ánægð með afraksturinn. Það hafa verið haldnir tónleikar og nokkrar leiksýningar ásamt því að börnin á myndlistanámskeiðunum hafa farið heim með stútfulla möppu af listaverkum. Klifið mun einnig vera með fjögur námskeið fyrstu tvær vikurnar í ágúst en áhugasamir geta skoðað þau hérna á síðunni!
Svo erum við alltaf að birta myndir frá sumrinu inni á facebook og instagram síðu Klifsins.