Nú er sumarið handan við hornið og námskeiðin hver að öðru að klárast hér í Klifinu. Við erum að leggja lokahönd á dagskrá sumarins en boðið verður upp á spennandi námskeið í leiklist, söng og myndlist fyrir 6-12 ára frá 12. júní – 7. júlí. Hver námskeið er eina viku í senn annað hvort fyrir hádegi eða eftir hádegi.
Við stefnum að því að vera búin að setja öll sumarnámskeiðin í loftið fyrir 1. apríl
Nú eru öll námskeið tilbúin til skráningar vorið 2023! Haustið gékk ótrúlega vel, eins og smurð vél eftir Covid tímann þar sem við þurftum ítrekað að vera að pása námskeiðin okkar og bregðast við líkt og allir í samfélaginu. Það að fá að halda tónleika á ný var virkilega gleðilegt. Svo það er ekki annað […]
Sjálfsrækt á skapandi námskeiðum Brátt líður að lokum sumars og haustið tekur við með tilheyrandi annríki, vinnu, skóla og öðrum skyldum. En það má ekki gleyma að rækta sjálfan sig og áhugamálin sem lífga upp á skammdegið. Hægt er að leysa sköpunarkraftinn úr læðingi á námskeiðum Klifsins en við erum mjög stolt af haustdagskránni okkar […]
Eins og glöggir hafa tekið eftir þá eru haustnámskeiðin núna að detta inn á síðuna. Þó verður haustdagskráin ekki tilbúin að fullu fyrr en í lok mánaðar. En þau sem eru æst að skrá sig geta forskráð sig í einkatíma á hljóðfæri, á öll söngnámskeið og myndlistanámskeið fyrir fullorðna. Skráning á fleiri skemmtileg námskeið hefst […]
Nú er fyrstu vikum skapandi sumarnámskeiða Klifsins lokið! Börn hafa flykkst að til að syngja, leika, dansa og teikna. Í júní fengum við til liðs við okkur þrjá hæfileikaríka kennara þær Hildi Láru Sveinsdóttur myndlistakennara, Helenu Hafsteinsdóttur leiklistarkennara og Rebekku Sif Stefánsdóttur söngkennara sem er einnig verkefnastjóri Klifsins. Námskeiðin hafa verið vel sótt og börnin […]
Við minnum foreldra og iðkendur á páskafríið okkar frá 11-18. apríl og vonum að þið eigið yndislega páska. Á sama tíma langar okkur að segja ykkur frá því að sumar námskeiðin okkar eru á fullu að detta inn á síðuna hjá okkur og verður margt spennandi í boði líkt og sumarið í fyrra. Boðið verður […]
Mikil tilhlökkun er fyrir námskeiðum vorannarinnar hjá Klifinu. Boðið er upp á fjöldann allan af skapandi námskeiðum og skemmtilega hreyfingu í vor. Skráning er hafin og hefjast fyrstu námskeiðin strax í lok janúar en önnur aðra vikuna í febrúar. Nýr verkefnastjóri Rebekka Sif Stefánsdóttir, söngkona og söngkennari Klifsins til margra ára, kom til okkar nú […]
Nú styttist í að námskeið haustins hefjist hjá Klifinu en það er nú opið fyrir skráningu. Flest þau námskeið sem voru í vor halda áfram núna eftir sumarið með nokkrum spennandi viðbætum. Söngnámskeiðin fara hinsvegar í smá frí til áramóta þar sem að hún Rebekka Sif söngkennari er í fæðingarorlofi. Hægt er þó að skrá […]
Við viljum óska henni Þórunni Obbu til hamingju með hlutverk Ídu í komandi uppfærslu af Emil í Kattholti í Borgarleikhúsinu sem sýnt verður leikárið 2021-2022. Fjögur börn voru valin úr 1200 barna hópi. Þórunn Obba hefur stundað leiklistarnámskeið hjá Klifinu og Leynileikhúsinu undanfarið árið og kemur okkur ekki á óvart að hún hafi hreppt hlutverkið […]