námskeið
Nú eru öll námskeið tilbúin til skráningar vorið 2023! Haustið gékk ótrúlega vel, eins og smurð vél eftir Covid tímann þar sem við þurftum ítrekað að vera að pása námskeiðin okkar og bregðast við líkt og allir í samfélaginu. Það að fá að halda tónleika á ný var virkilega gleðilegt. Svo það er ekki annað […]
Þetta hafa verið áhugaverðir tímar undan farna tvo mánuði. Við í Klifinu settum alla kennslu á pásu og hefjum í dag kennslu á ný- og fögnum því svo sannarlega! Við náum að klára öll námskeiðin okkar á vorönn áður en sumarið kemur fyrir börnin. Aftur á móti erum við að fara af stað með þrjú […]
Vorið hefur farið geysi vel af stað hjá okkur í Klifinu. Námskeiðin hver önnur fullbókuð af skapandi börnum og fullorðnum alveg eins og við viljum hafa það. Það fylgir því hreinleika einhver orka! Sprenging hefur verið í hljóðfærakennslu sem okkur finnst frábært, hversu margir síni því áhuga að læra á hljóðfæri og sækja sér kennslu […]
Þessar annir bara líða hjá jafnóðum og við erum nýfarin af stað. Það þýðir að það sé gaman hjá okkur, er það ekki? Fjörið heldur að sjálfsögðu áfram hjá okkur í Klifinu í vor. Full dagskrá af skapandi námskeiðum fyrir börn, ungt fólk og fullorðna. Við eyddum jólunum í að setja saman húsgögn fyrir rýmið […]
Nú stendur skráning yfir á námskeiðin sem hefjast núna á næstu dögum. Dagskráin hefur held ég aldrei litið jafn vel út og núna. Mörg spennandi námskeið fyrir fullorðna og börn. Hann Jens sem kennir hjá okkur myndlist fyrir fullorðna hefur heldur betur komið sterkur inn í kennarahóp Klifsins og heldur utan um hvorki meira né […]
Haustið hefur farið vel af stað í Klifinu, mörg skemmtileg námskeið farið af stað og met skráning í einkakennslu hjá okkur í hljóðfæraleik. Flest okkur námskeið fóru af stað í september en vegna eftirspurnar höfum við ákveðið að fara af stað með spennandi módelteikningarnámskeið fyrir fullorðna núna í nóvember. Hann Jens sem kennir hjá okkur […]
Heil og sæl öll sömul! Sumarið hjá okkur í Klifinu var alveg hreint dásamlegt, þrátt fyrir að sú gula hafi ákveðið að sýna sig sem minnst í sumar, nutu krakkarnir sem komu til okkar í Skapandi sumarfjör sín í botn. Fyrir vikið var meira föndrað og skapað inni, en svo létu krakkarnir veðrið lítið á […]
Það hefur svo sannarlega verið líf og fjör í Klifinu síðast liðnar vikur. Leiksýningar, tónleikar og badmintonmót er aðeins hluti af þeim viðburðum sem áttu sér stað í tilefni annarlokar. Það var heldur betur líf og fjör í Klifinu í haust og við vonum svo sannarlega að við sjáum sem flesta í Klifinu á nýju […]
Haustið hefur farið ótrúlega vel af stað hjá okkur hérna í Klifinu, fullt af hæfileikaríkum og frábærum krökkum sækja námskeið hjá okkur. Við erum um þessar mundir á fullu að skipuleggja starfið eftir áramót sem verður uppfullt af spennandi námskeiðum líkt og fyrri ár. Í nóvember ætlum við hjá Klifinu að vera með spennandi námskeið […]