Nú eru öll námskeið tilbúin til skráningar vorið 2023! Haustið gékk ótrúlega vel, eins og smurð vél eftir Covid tímann þar sem við þurftum ítrekað að vera að pása námskeiðin okkar og bregðast við líkt og allir í samfélaginu. Það að fá að halda tónleika á ný var virkilega gleðilegt.
Svo það er ekki annað að segja en að við séum full tilhlökkunnar fyrir næstu önn og vonumst til að sjá sem flesta á námskeiði í Klifinu.