klifið
Nú eru öll námskeið tilbúin til skráningar vorið 2023! Haustið gékk ótrúlega vel, eins og smurð vél eftir Covid tímann þar sem við þurftum ítrekað að vera að pása námskeiðin okkar og bregðast við líkt og allir í samfélaginu. Það að fá að halda tónleika á ný var virkilega gleðilegt. Svo það er ekki annað […]
Við viljum óska henni Þórunni Obbu til hamingju með hlutverk Ídu í komandi uppfærslu af Emil í Kattholti í Borgarleikhúsinu sem sýnt verður leikárið 2021-2022. Fjögur börn voru valin úr 1200 barna hópi. Þórunn Obba hefur stundað leiklistarnámskeið hjá Klifinu og Leynileikhúsinu undanfarið árið og kemur okkur ekki á óvart að hún hafi hreppt hlutverkið […]
Við hjá Klifinu óskum ykkur gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Með von um að nýja árið verði fullt af gleði og skapandi stundum. Líkt og fyrir alla hefur árið 2020 verið heldur óvenjulegt hjá okkur í Klifinu, mikið af námskeiðum sem þurfti að fresta og fella niður sökum Covid 19 en við vonum […]
Klifið 10 ára Nú í haust eru 10 ár frá því að Klifið hóf starfsemi sína sem markar 10 ár af skapandi starfsemi í Garðabæ. Í gegnum árin hafa ógrynni af nemendum komið til okkar á námskeið, stutt sem löng, og aukið þekkingu sína í skapandi greinum. Hvort sem það er í myndlist, tónlist, hreyfingu […]
Garðabær og Klifið hafa gert með sér samstarfssamning um tómstundastarf barna og unglinga í Garðabæ. Samningurinn var undirritaður í lok júní í aðstöðu Klifsins á Garðatorgi 7. Í samningnum er kveðið á um að Klifið skuli bjóða börnum og unglingum skipulagt tómstundastarf undir leiðsögn vel menntaðra leiðbeinenda. Garðabær styður við Klifið með samkomulagi um afnot […]
Dagana 24. mars til 2. apríl verður frí í Klifinu.- Við hjá Klifinu óskum ykkur gleðilegra páska og vonum að allir hafi það sem best um páskana.
Það hefur svo sannarlega verið líf og fjör í Klifinu síðast liðnar vikur. Leiksýningar, tónleikar og badmintonmót er aðeins hluti af þeim viðburðum sem áttu sér stað í tilefni annarlokar. Það var heldur betur líf og fjör í Klifinu í haust og við vonum svo sannarlega að við sjáum sem flesta í Klifinu á nýju […]
Haustið hefur farið ótrúlega vel af stað hjá okkur hérna í Klifinu, fullt af hæfileikaríkum og frábærum krökkum sækja námskeið hjá okkur. Við erum um þessar mundir á fullu að skipuleggja starfið eftir áramót sem verður uppfullt af spennandi námskeiðum líkt og fyrri ár. Í nóvember ætlum við hjá Klifinu að vera með spennandi námskeið […]
Á næstu dögum mun haustbæklingur Klifsins birtast í lúgum landsmanna (eða réttara sagt Garðbæinga, Kópavogsbúa og Hafnfirðinga). En fyrir hina þá er hægt að berja dýrðina augum með því smella á rafrænan bæklingin hér fyrir neðan.