Fréttir
Haustið hefur farið ótrúlega vel af stað hjá okkur hérna í Klifinu, fullt af hæfileikaríkum og frábærum krökkum sækja námskeið hjá okkur. Við erum um þessar mundir á fullu að skipuleggja starfið eftir áramót sem verður uppfullt af spennandi námskeiðum líkt og fyrri ár.
Í nóvember ætlum við hjá Klifinu að vera með spennandi námskeið í stuttmyndagerð. Námskeiðið fer fram helgina 11-12. nóvember og er því helgarsmiðja þar sem krakkarnir fá tækifæri til þess að kynnast öllum þáttum sem snúa að stuttmyndagerð. Gunnar Björn Guðmundsson kennir námskeiðið en hann hefur hafsjó af reynslu á bakinu í kvikmyndageiranum og vinnur m.a. að þáttagerð með Ævari vísindamanni sem vakið hefur mikla lukku hjá yngri kynslóðinni.
Við hlökkum til að sjá sem flesta framtíðar kvikmyndagerðamenn á námskeiðinu hjá okkur.