dansnámskeið
Nú styttist loksins í sumarið! Klifið er með fjölbreytt úrval af skapandi námskeiðum líkt og síðustu sumur og hlökkum við að taka bráðlega á móti kátum krökkum. Námskeiðin verða haldin í hvítu útihúsunum við Hofstaðaskóla og í rými Klifsins á Garðatorgi 7. Þetta sumarið eru í boði námskeið með áherslu á leiklist og dans, söng, […]
Sumarnámskeið fyrir börn 2021
Heil og sæl öll sömul! Sumarið hjá okkur í Klifinu var alveg hreint dásamlegt, þrátt fyrir að sú gula hafi ákveðið að sýna sig sem minnst í sumar, nutu krakkarnir sem komu til okkar í Skapandi sumarfjör sín í botn. Fyrir vikið var meira föndrað og skapað inni, en svo létu krakkarnir veðrið lítið á […]
Það hefur svo sannarlega verið líf og fjör í Klifinu síðast liðnar vikur. Leiksýningar, tónleikar og badmintonmót er aðeins hluti af þeim viðburðum sem áttu sér stað í tilefni annarlokar. Það var heldur betur líf og fjör í Klifinu í haust og við vonum svo sannarlega að við sjáum sem flesta í Klifinu á nýju […]
Júlí Heiðar Halldórsson dansari, leikari og tónlistarmaður er nýtekinn við með yfirumsjón hjá dansdeild Klifsins. Hann leggur áherslu á að nemendur komi í tíma til þess að dansa sér til skemmtunar. Nokkur námskeiðanna innihalda ekki bara dans heldur einnig framkomu- og leiklistaræfingar segir Júlí Heiðar. Í þeim námskeiðum er sköpunin í miklu fyrirrúmi og fær […]
Á næstu dögum mun haustbæklingur Klifsins birtast í lúgum landsmanna (eða réttara sagt Garðbæinga, Kópavogsbúa og Hafnfirðinga). En fyrir hina þá er hægt að berja dýrðina augum með því smella á rafrænan bæklingin hér fyrir neðan.
Nýir danskennarar hafa tekið við í sístækkandi Listdansdeild Klifsins í vor. Það eru þau Védís Kjartansdóttir og Kara Elvarsdóttir sem báðar hafa miklar reynslu í listdansi og kennslu auk þess munu Leifur Eiríksson einn besti breakari landsins og Guðmundur Elías Knudsen danskapteinn í Mary Poppins vera með dansnámskeið fyrir stráka þar sem kennt verður break […]
Haustbæklingur Klifsins er nú kominn út. Hægt er að nálgast vefútgáfu hans með því að smella hér. Við hvetjum alla til þess að deila honum meðal vina sinna á Facebook. Gleðikveðjur,Ásta og Ágústa
Vegna fjölda áskorana verður haldið þriggja vikna Aqua Zumba námskeið í Klifinu í maí og júní. Námskeiðið hefst 28. maí og stendur til 13. júní. Það fer fram í Íþrótta og sundmiðstöð Sjálandsskóla og verður á þriðjudögum og fimmtudögum frá 19:30 – 20:15. Leiðbeinandi á námskeiðinu er sem fyrr Kristbjörg Ágústsdóttir. Skráning fer fram á […]