Námskeið

  • Ævintýri, leikur og náttúran

    23.900 kr.

    Við vinnum skapandi myndlistarverkefni í samvinnu við leik og náttúruna. Þátttakendur vinna með allskonar efni t.d  vatnsliti, blek , kol, krít og hluti sem við finnum í stuttum leiðangrum í umhverfinu. Vinátta, samvinna, leikur og ævintýri eru lykilorð námskeiðsins.  Nemendur læra að virkja ímyndunaraflið og sköpunarkraftinn. Það verður mikið líf, leikur og fjör. 19-23. júní – kl. 13-16 fyrir 6-9 ára 3-7. júlí – […]

  • Leiklist og framkoma fyrir 9-12 ára – Sumarnámskeið

    Leiklistarnámskeið þar sem áhersla er lögð á skapandi hugsun, sjálfstyrkingu, sviðsframkomu og beitingu raddarinnar. Farið verður í skemmtilega leiki og spuna sem byggir upp sjálfstraust og leikgleði.
    Mikilvægt er að klæða börn eftir veðri, þar sem við verðum bæði inni og úti. Einnig að hafa meðferðis léttan bita, nesti.

     

     

  • Myndasögugerð og persónusköpun 9-12 ára

    23.900 kr.

    Námskeiðið er fyrir alla krakka sem elska að teikna og búa til sínar eigin sögur. Á námskeiðinu læra nemendur um karaktersköpun, myndbyggingu, myndræna frásögn og hvernig það er nýtt til að búa til sína eigin myndasögu.

     

  • Myndlist, spjaldtölvur & sköpunargleði 10-12 ára

    23.900 kr.

    Á námskeiðinu eru unnin fjölbreytt verkefni þar sem nemendur vinna myndlist með spjaldtölvum. Markmiðið er að þjálfa sjónræna athygli barnanna. Örva skapandi hugsun og persónulega tjáningu, Þar sem markmiðið er að virkja sköpunargleðina með nútímatækni.

  • Myndlist, spjaldtölvur & sköpunargleði 6-9 ára

    23.900 kr.

    Á námskeiðinu eru unnin fjölbreytt verkefni þar sem nemendur vinna myndlist með spjaldtölvum. Markmiðið er að þjálfa sjónræna athygli barnanna. Örva skapandi hugsun og persónulega tjáningu, Þar sem markmiðið er að virkja sköpunargleðina með nútímatækni.

  • Skapandi sumarsöngur fyrir 6-9 ára

    23.900 kr.

    Skapandi sumarsöngur er námskeið fyrir söngelska krakka sem vilja syngja sig í gegnum sumarið. Námskeiðið er hugsað eins og leikjanámskeið með áherslu á söng, leiklist, framkomu og sjálfan sköpunarkraftinn

  • Teikninámskeið – fyrir 6-9 ára og 9-12 ára

    Námskeiðið er fyrir krakka sem elska að teikna og skapa. Á námskeiðinu læra nemendur helstu undirstöðuatriði í teikningu og fá tækifæri til að æfa sig í að teikna umhverfi sitt og prófa fjölbreytt efni og verkfæri til listköpunar. Við munum sækja innblástur víða, bæði úti í náttúrunni og inni í kennslustofu, m.a. fólk, dýr, og byggingar. 

  • AQUA TABATA

    16.400 kr.

    Aqua Tabata er kröftug og skemmtileg líkamsrækt í vatni sem byggir á HIIT (High intensity interval training). Æfingar eru framkvæmdar í stuttan tíma í senn með hléum og endurtekið í nokkrum lotum.

  • Aqua Yogalates

    18.500 kr.
    Aqua Yogalates eru mjúkir og rólegir tímar þar sem búið er að blanda saman HAF yoga (jóga í vatni, sem kennt hefur verið á Íslandi í um áratug) og Peyow Aqua Pilates (sem hefur verið kennt í Bandaríkjunum í tvo áratugi). Hreyfing í vatni slakar náttúrulega á vöðvum, viðheldur hreyfigetu liða, þjálfar djúpvöðva og losar [...]
  • Leikgleði og fjör fyrir 6-8 ára – Sumarnámskeið

    Leiklistarnámskeið þar sem áhersla er lögð á skapandi hugsun, söng og  hreyfingu. Farið verður í skemmtilega leiki og unnið með spuna þar sem krakkarnir fá tækifæri til að skapa sínar eigin persónur. Í gegnum námskeiðið vinnum við saman í  lagi sem við syngjum saman og búum til hreyfingar og persónur sem nýtum til að segja okkar eigin sögu. 

     

     

  • Akrýlmálun

    39.900 kr.
    Akrýlnámskeið: Námskeiðið hentar þeim sem vilja ná grunnfærni í að mála með akrýl og farið verður yfir helstu hluti sem tengjast akrýlnum. Það verður farið í mismunandi efni eins og pensla, mismunandi gerðir lita og hvernig á að undirbúa striga áður en byrjað er að mála. Einnig verða kenndar aðferðir við að mæla hlutföll á [...]
  • Maí – Módelteikning new

    37.900 kr.

    Námskeiðið er hannað fyrir þá sem vilja ná grunnfærni í módelteikningu. Módelinu verður stillt upp í mimunandi stellingar í mislangan tíma og kenndar verða aðferðir til að mæla hlutföll þess. Einnig verður unnið með útlínur, form, ljós og skugga.

  • Gítarnámskeið · Einkatímar

    Byrjendur: Farið verður í helstu grip, laglínur, þekkt lög og gítarstef. Unnið út frá áhugasviði og getu hvers og eins nemanda og miðað að því að gera námið sem skemmtilegast. Lengra komnir: Unnið út frá getustigi og áhugasviði hvers og eins nemanda. Farið í hljóma, tónstiga, laglínur, spila eftir eyra og unnið með spuna. Kennt [...]
  • Píanónámskeið · Einkatímar

    Á námskeiðinu eru nemendur kynntir fyrir hljóðfærinu og ýmis konar tónlist. Þetta er hugsað sem undirbúningsnám fyrir áframhaldandi píanónám. Lögð verður áhersla á góðan grunn nemandans í tónfræði og píanótækni. Nemendur geta einnig lært að lesa nótur og skrifa niður einfaldar hryn og laglínur.  Mætt verður þörfum og áhuga hvers og eins nemenda. Því er [...]
  • Söngur og sjálfstyrking · 8-11 ára

    42.900 kr.
    Söngur og sjálfstyrking er skapandi og valdeflandi námskeið fyrir börn á aldrinum 8-11 ára. Lögð er áhersla á sjálfstyrkingu í gegnum söng, skapandi aðferðir og framkomu. Kennt verður í hóp, hámark 6 nemendur. Farið verður í grundvallarsöngtækni, sjálfstyrkingaræfingar, lifandi framkomu, míkrafóntækni og að líða vel á sviði. Ásamt því mun hópurinn semja sitt eigið lag. [...]
  • Söngnámskeið · Einkatímar 7 -13 ára new

    60.900 kr.
    Söngnámskeið Klifsins eru sérhönnuð hverjum og einum nemanda. Á námskeiðinu er farið yfir grunntækni í söng s.s. öndun, raddbeitingu og túlkun. Hver tími er 30 mínútur í senn og stendur námskeiðið yfir í 10 vikur. Námskeiðið hentar vel ungum söngfuglum sem hafa gaman af því að koma fram og syngja. Markmið námskeiðsins er að nemendur [...]
  • Trommunámskeið · Einkatímar

    60.900 kr.
    Aðaláhersla er lögð á að námið sé fjölbreytt og skemmtilegt og að áhugasviði hvers nemanda verði sinnt af gaumgæfni ásamt því að veita nemendum á byrjunarstigi grunnþjálfun í trommuleik. Tekið verður mið af getu og reynslu hvers og eins. Kennt er á trommusett og þarf nemandi aðeins að koma með eigin trommukjuða. Undirstöðuatriði eins og [...]
  • Söngur einkatímar · Complete Vocal Technique

    10.000 kr.
    Einkatímar í söng þar sem notast er við söngtæknina Complete Vocal Technique. Tímarnir eru sniðnir að hverjum og einum nemanda sem fær að ráða ferðinni eftir því hver óskin er í hvert sinn. Söngvarinn kemur í tíma með lag sem hann vill vinna með, en ásamt því verður farið í grunntækni eins og stuðning, raddbeitingu [...]
  • Söngnámskeið · 5-7 ára

    21.900 kr.
    Á söngnámskeiði Klifsins fá ungir söngvarar tækifæri til að þroskast í söng og framkomu. Lögð verður áhersla á einsöng með míkrafón þar sem söngvararnir verða hvattir til að gefa af sér með tjáningu. Einnig verður samsöngur til að hrista hópinn saman og þau fá tækifæri til þess að prófa einföld ásláttarhljóðfæri til að spila á [...]
  • AQUA ZUMBA 2x í viku

    28.800 kr.

    Aqua Zumba® öðru nafni  Zumba sundlaugarpartý gefur hressilegri líkamsþjálfum nýja merkingu. Gusugangur, teygjur, snúningar, hróp, flaut, hlátur og köll fylgja oft Aqua Zumba tímum.

     

  • Gjafabréf

    4.000 kr.

    Gjafabréf Klifsins er tilvalið sem gjöf fyrir skapandi börn eða fullorðna.
    Gjafabréfið er hægt að nota á öll þau námskeið sem Klifið býður upp á fyrir unga sem aldna.

     

  • Badminton

    70.000 kr.
    Badminton í góðra vina hópi er sannkölluð næring fyrir líkama og sál Klifið býður hópum að taka á leigu badmintonvöll í íþróttamiðstöð Sjálandsskóla. Tilvalið er fyrir vinahópa, vinnufélaga, saumaklúbba að eiga frátekinn völl einu sinni í viku. Pláss er fyrir fjóra iðkendur á einum velli í einu. Pláss er fyrir þrjá hópa í senn þar [...]