námskeið
Á næstu dögum mun haustbæklingur Klifsins birtast í lúgum landsmanna (eða réttara sagt Garðbæinga, Kópavogsbúa og Hafnfirðinga). En fyrir hina þá er hægt að berja dýrðina augum með því smella á rafrænan bæklingin hér fyrir neðan.
Nú á næstu dögum og vikum fara vornámskeið Klifsins að takast á flug og er skráning í fullum gangi. Tónlist, dans, galdrar, sundlaugarpartý, kassabílar, myndlist og leiklist eru dæmi um þá töfra sem eiga sér stað innan Klifsins – skapandi fræðsluseturs og þá fjölbreyttu og spennandi valkosti sem standa börnum jafnt sem fullorðnum til boða. […]
Haustbæklingur Klifsins er kominn í prentun. Honum verður dreift í hús á mánudag. Ný námskeið líta dagsins ljós og hægt er að ganga að námskeiðum sem hafa nú þegar sannað sig í Klifinu. Meðal nýjunga í haust eru fjölbreytt flóra dansnámskeiða fyrir stelpur og stráka. Klifið tekur einnig þátt í samstarfi við Guðmund Elías Knudsen og […]
GEFÐU UPPLIFUN ! Gjafabréf Klifsins er tilvalið sem gjöf fyrir skapandi börn. Gjafabréfið er hægt að nota á öll námskeið sem Klifið býður upp á fyrir unga sem aldna. Upphæð:Þú velur upphæð gjafabréfsins. Lágmarksupphæð er 4000 kr. Hægt er að panta gjafabréf hér á vefnum, með því að senda tölvupóst á klifid@klifid.is eða hringja í síma 565 0600. Gjafabréfið er hægt að […]
Haustbæklingur Klifsins er nú kominn út. Hægt er að nálgast vefútgáfu hans með því að smella hér. Við hvetjum alla til þess að deila honum meðal vina sinna á Facebook. Gleðikveðjur,Ásta og Ágústa
Nú er Klifið komið í sumarfrí fram yfir verslunarmannahelgi. Í ágúst munu haustnámskeiðin birtast smátt og smátt inni á síðunni okkar og munu fyrstu námskeiðin hefjast í september. Allar ábendingar um áhugaverða leiðbeinendur og hugmyndir að skemmtilegum námskeiðum er hægt að senda á netfangið klifid@klifid.is. Nú er bara að leita uppi íslenska sumarveðrið og […]