Við í Klifinu viljum óska öllum okkar iðkendum og fylgjendum gleðilegra jóla. Við vonum að gleði og notalegheit hafi verið í fyrirrúmi yfir hátíðirnar. Það styttist í að nýtt ár hefjist og eins og vanalega eru fjölmörg námskeið í boði hjá okkur í Klifinu. Það hafa bæst við þónokkur myndlistarnámskeið fyrir krakka og unglinga ásamt […]
Það hefur svo sannarlega verið líf og fjör í Klifinu síðast liðnar vikur. Leiksýningar, tónleikar og badmintonmót er aðeins hluti af þeim viðburðum sem áttu sér stað í tilefni annarlokar. Það var heldur betur líf og fjör í Klifinu í haust og við vonum svo sannarlega að við sjáum sem flesta í Klifinu á nýju […]
Haustið hefur farið ótrúlega vel af stað hjá okkur hérna í Klifinu, fullt af hæfileikaríkum og frábærum krökkum sækja námskeið hjá okkur. Við erum um þessar mundir á fullu að skipuleggja starfið eftir áramót sem verður uppfullt af spennandi námskeiðum líkt og fyrri ár. Í nóvember ætlum við hjá Klifinu að vera með spennandi námskeið […]
Ath. Kennsla fyrir tónlistarnemendur í Klifinu hefst laugardaginn 16. september. Því miður hefur dregist að raða niður nemendum vegna anna á skrifstofu, biðjumst við velvirðingar á því. Við vonum að þið sýnið okkur biðlund á meðan.
Júlí Heiðar Halldórsson dansari, leikari og tónlistarmaður er nýtekinn við með yfirumsjón hjá dansdeild Klifsins. Hann leggur áherslu á að nemendur komi í tíma til þess að dansa sér til skemmtunar. Nokkur námskeiðanna innihalda ekki bara dans heldur einnig framkomu- og leiklistaræfingar segir Júlí Heiðar. Í þeim námskeiðum er sköpunin í miklu fyrirrúmi og fær […]
Á næstu dögum mun haustbæklingur Klifsins birtast í lúgum landsmanna (eða réttara sagt Garðbæinga, Kópavogsbúa og Hafnfirðinga). En fyrir hina þá er hægt að berja dýrðina augum með því smella á rafrænan bæklingin hér fyrir neðan.
Þessa dagana er unnið að uppsetningu á nýjum vef fyrir Klifið. Því verða hausnámskeiðin ekki sett upp á núverandi vefsvæði. Hins vegar verða eftirfarandi námskeið í boði í Klifinu á haustönn 2017. Nánari upplýsingar tímasetningar koma fljótlega. Dansnámskeið, Kennarar: Júlí Heiðar, Höskuldur Þór og Andrea Urður Ballett- Dansfjör 3-4 ára og 5-6 ára DansStöff Strákar 5-7 […]
Í sumar verður leikjanámskeiðið Skapandi sumarfjör haldið í Klifinu fyrir 6-11 ára. Námskeiðin eru vikulöng, annaðhvort frá kl.9-12 eða kl.13-16. Meginmarkmið námskeiðanna er að efla sköpunargleði og sjálfstæði barnanna. Ýmsar listgreinar verða kynntar, svo sem leiklist, myndlist, tónlist og dans. Námskeiðin fara fram bæði utan- og innandyra. Námskeiðin eru í umsjón Rebekku Sif Stefánsdóttir sem […]
Skrifstofa Klifsins verður lokuð dagana 20. – 26. mars nk. vegna námsferðar starfsfólks til Litháen. Hægt er að senda tölvupóst á klifid@klifið.is ef erindið er brýnt. Í vetur tekur Klifið þátt í Nordplus junior verkefninu Non formal methods in formal education með Litháen og Eistlandi og er ferðin til Litháen liður í því verkefni. Klifið á svo […]