16-20 ára

  • Píanónámskeið · Einkatímar

    Á námskeiðinu er hljóðfærið og ýmiskonar tónlist kynnt fyrir nemandanum.  Lögð verður áhersla á góðan grunn nemandans í tónfræði og píanótækni. Nemendur geta einnig lært að lesa nótur og skrifa niður einfaldar hryn og laglínur.  Mætt verður þörfum og áhuga hvers og eins nemenda. Því er bæði hægt að læra að spila eftir eyranu og [...]
  • Vatnslitun · Fullorðnir

    65.600 kr.

    Námskeiðið hentar þeim sem vilja ná góðri færni í að vinna með vatnsliti. Farið verður yfir helstu grunnatriði sem tengjast vatnslitum, það verður farið ýtarlega í mismunandi efni eins og pensla, mismunandi gerðir pappírs, liti og það helsta sem þarf til að ná góðri stjórn á vatnslitamálun.

  • Gítarnámskeið · Einkatímar

    Byrjendur: Farið verður í helstu grip, laglínur, þekkt lög og gítarstef. Unnið út frá áhugasviði og getu hvers og eins nemanda og miðað að því að gera námið sem skemmtilegast. Lengra komnir: Unnið út frá getustigi og áhugasviði hvers og eins nemanda. Farið í hljóma, tónstiga, laglínur, spila eftir eyra og unnið með spuna. Kennt [...]
  • Portrait og persónusköpun 15 – 18 ára

    21.900 kr.

    Í þessu námskeiði verður lögð áhersla á helstu grunnatriði í andlitsteikningu og persónusköpun. Markmið námskeiðsins er að nemendur læri að þróa sinn eigin stíl, öðlist skilning á byggingu andlits, andlitshreyfingum og hvernig má vinna með það.

  • Badminton

    79.900 kr.

    Badminton í góðra vina hópi er sannkölluð næring fyrir líkama og sál

    Klifið býður hópum að taka á leigu badmintonvöll í íþróttamiðstöð Sjálandsskóla. Tilvalið er fyrir vinahópa, vinnufélaga, saumaklúbba að eiga frátekinn völl einu sinni í viku.

  • Trommunámskeið · Einkatímar

    69.900 kr.
    Aðaláhersla er lögð á að námið sé fjölbreytt og skemmtilegt og að áhugasviði hvers nemanda verði sinnt af gaumgæfni ásamt því að veita nemendum á byrjunarstigi grunnþjálfun í trommuleik. Tekið verður mið af getu og reynslu hvers og eins. Kennt er á trommusett og þarf nemandi aðeins að koma með eigin trommukjuða. Undirstöðuatriði eins og [...]
  • Gjafabréf

    4.000 kr.

    Gjafabréf Klifsins er tilvalið sem gjöf fyrir skapandi börn eða fullorðna.
    Gjafabréfið er hægt að nota á öll þau námskeið sem Klifið býður upp á fyrir unga sem aldna.