Hörður Alexander Eggertsson
Píanókennari
Hörður Alexander hóf píanó nám í Tónlistarskóla Árnesinga átta ára gamall. Eftir mikið hljómsveitarstarf á menntaskólaárunum færðist áhuginn yfir í rytmíska tónlist og fór hann í framhaldinu í jazz píanó nám í Tónlistarskóla FÍH og hélt svo þaðan í Listaháskóla Íslands að læra rytmíska söng- og hljóðfærakennslu. Samhliða námi síðustu ár hefur Hörður verið að kenna í hóp og einkatímum, stjórnað og spilað undir með ýmsum kórum ásamt því að vera starfandi tónlistarmaður í allskonar verkefnum.