Steinþór Bjarni Gíslason

Gítarkennari

Steinþór Bjarni Gíslason er tónlistarmaður sem hefur verið með gítarinn við hönd allt frá 7 ára aldri.
Hann hefur spilað með ýmsum hljómsveitum og tekið þátt í hverskonar verkefnum með gítarinn, innanlands sem og erlendis.
Nám við gítarleikinn hófst um 8 ára aldur hjá Gítarskóla Íslands og stundaði hann þar nám um árabil ásamt námskeiðum hjá Tónlistarskóla Árnesinga.
Hann lærir nú til framhaldsprófs við gítarleik hjá TFÍH.
Steinþór hefur reynslu af gítarkennslu hjá Tónlistarskóla Árbæjar og hefur tekið að sér að kenna einkatíma fyrir börn og fólk á ýmsum aldri.
Hann hefur einnig unnið á leikskóla og unnið sem flokksstjóri í vinnuskóla fyrir unglinga með sérþarfir.

Námskeið sem Steinþór kennir