Daniel Alexander Cathcart Jones

Píanókennari

Daniel byrjaði að stunda píanónám þegar hann var 10 ára að sjálfsdáðum og í kjölfarið fór hann að læra hjá Jónasi Sen í 4 ár hjá nýja tónlistarskólanum. Þar lauk hann grunnstigi í klassískum píanóleik. Því næst fór hann í tónlistarskóla FÍH þar sem Þóra Fríða Sæmundsdóttir hélt áfram að kenna honum á klassískt píanó og kláraði miðstigið. Daniel hefur verið að stunda jazzpíanó nám hjá Agnari Már Magnússyni í 3 ár og hefur lokið grunn og miðstigi í jazzpíanó. Samhliða stundar Daniel nám á Bifröst í Miðlun og almannatenglum. Daniel hefur góðan skilning á hvernig fyrstu skref við að læra tónlist eigi að vera og leggur mikið upp úr því að viðkomandi hafi gaman að læra tónlist.

Námskeið sem Daniel kennir