Alexandra Rós Norðkvist

Trommukennari

Alexandra Rós er hljóðfæraleikari (trommur, trompet og gítar) og vinnur nú að framhaldsprófi í trommuleik og þar með útskrift frá Mít (Menntaskóla í tónlist). Hún hefur reynslu af alls kyns samspili, allt frá ýmiss konar dúó samsetningum yfir í stórsveitir. Hún hefur komið fram með ýmsum hljómsveitum, þar á meðal FLOTT í Vikunni hjá Gísla Marteini. Alexandra vann til verðlauna fyrir trommuleik sinn og var titluð Trommuleikari Músíktilrauna árið 2021. Alexandra hefur brennandi áhuga á nýsköpun í tónlist og að kanna mörk hennar og möguleika. Helst vill hún ganga svo langt að segja að það megi allt og að ekkert sé bannað í tónlist þó það megi auðvitað færa rök með og á móti hinum ýmsu ákvörðunum í tónlistarsköpun og flutningi. Tónlistarstefnur sem Alexandra hlustar á spanna allan skalann, allt frá hinum ýmsu stefnum djassins og spunatónlistar yfir í teknó, metal, latín og afróbít. Alexandra hefur kennt á trommur við alls konar aðstæður; einkatíma, hóptíma, nemendum á öllum aldri, innan og utan tónlistarskóla. Alexandra hefur mjög gaman að kennslu en að hennar mati geta kennarar lært helling af nemendum sínum og hefur hún oft orðið fyrir innblæstri af hugmyndaflugi og jafnvel “mistökum” (ef svo má að orði komast) nemenda sinna.

Námskeið sem Alexandra kennir