Síðustu daga hafa námskeiðin í Klifinu hafist hvert af öðru. Tilhlökkun, væntingar og gleði skín úr andlitum þátttakenda og ljóst að önnin fer vel af stað. Margir koma á hverri önn og í vor tökum við á móti mörgum nýjum andlitum. Við bjóðum nýja nemendur sérstaklega velkomna í Klifið. Búið er að finna tíma […]
Vornámskeið Klifsins munu birtast á vefnum nú á næstu dögum hvert á fætur öðru. Framundan eru vísindi, töfrabrögð, myndlist, kassabílasmiðja, Zumba fyrir börn, Aqua Zumba fyrir fullorðna, gítarnámskeið, trommunámskeið, bassanámskeið, píanó- og hljómborðsnámskeið, hlutverkaspil, víkingasmiðja, fjársjóðsleit, badminton, dans, leiklist o.fl. Við hlökkum til að sjá þig í Klifinu !
GEFÐU UPPLIFUN ! Gjafabréf Klifsins er tilvalið sem gjöf fyrir skapandi börn. Gjafabréfið er hægt að nota á öll námskeið sem Klifið býður upp á fyrir unga sem aldna. Upphæð:Þú velur upphæð gjafabréfsins. Lágmarksupphæð er 4000 kr. Hægt er að panta gjafabréf hér á vefnum, með því að senda tölvupóst á klifid@klifid.is eða hringja í síma 565 0600. Gjafabréfið er hægt að […]
Skráning er hafin á ballettnámskeið og dansnámskeið vorannar 2014 hjá Plie listdansdeild Klifsins. Fleiri skapandi vornámskeið munu koma inn á vef Klifsins á næstu dögum.
Jólasýning Plié Listdansdeildar verður næstkomandi laugardag 7.des í Tónlistarskóla Garðabæjar. 3-4 ára sem eru á laugardögum kl 12 mæta kl 11.15sýning hefst kl 11.30 og verður í 30 mín. 4-5 ára sem eru á laugardögum kl 13 mæta kl 12sýning hefst kl 12.15 og verður í 30 mín. 5-6 ára sem eru á laugardögum kl […]
Nú er allt að komast á skrið í Arduino Rafhakkinu hjá Klifinu fræðslusetri, krakkarnir eru farin að tengja ljós og forrita litla útgáfu af umferðarsljósum. Rafhakk með Arduino í Klifinu from Klifið skapandi Fræðslusetur on Vimeo.
Haustbæklingur Klifsins er nú kominn út. Hægt er að nálgast vefútgáfu hans með því að smella hér. Við hvetjum alla til þess að deila honum meðal vina sinna á Facebook. Gleðikveðjur,Ásta og Ágústa