Akrýlmálun
Námskeiðið hentar þeim sem vilja ná grunnfærni í að mála með akrýl og farið verður yfir helstu hluti sem tengjast akrýlmálun. Á námskeiðinu verður farið yfir það hvernig akrýlmálning virkar og mismunandi aðferðir til að vinna með hana, ásamt því að fara yfir pensla, blýanta, pappír og striga.