Myndlist

  • Akrýlmálun

    68.900 kr.

    Námskeiðið hentar þeim sem vilja ná grunnfærni í að mála með akrýl og farið verður yfir helstu hluti sem tengjast akrýlmálun. Á námskeiðinu verður farið yfir það hvernig akrýlmálning virkar og mismunandi aðferðir til að vinna með hana, ásamt því að fara yfir pensla, blýanta, pappír og striga.

     

  • Teikning í formi skissubókar · 16 ára og eldri

    43.900 kr.

    Námskeiðið hentar þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref í teikningu en einnig þeim sem hafa teiknað áður og vilja ná betri grunnfærni og læra nýjar aðferðir. Kenndar verða mismunandi aðferðir og helstu undirstöðuatriði þegar kemur að teikningu. Í tímunum munu nemendur æfa sig í að teikna mismunandi hluti eftir uppstillingu og læra hvaða aðferðir er best að nota til þess. Markmiðið er að nemendur öðlist öryggi í að teikna það sem er fyrir framan þá og ná að fullvinna myndir með viðeigandi aðferðum.

  • Módelteikning

    56.900 kr.

    Námskeiðið er hannað fyrir þá sem vilja ná grunnfærni í módelteikningu. Módelinu verður stillt upp í mismunandi stellingar í mislangan tíma og kenndar verða aðferðir til að mæla hlutföll þess. Einnig verður unnið með útlínur, form, ljós og skugga.

  • Myndlist fyrir 6-9 ára

    Námskeiðið er fyrir alla krakka sem elska að mála og skapa. Á námskeiðinu læra nemendur undirstöðu málunar og æfa sig í að mála allt sem við sjáum í umhverfinu jafnt og með ímyndunaraflinu. Við munum sækja innblástur víða, bæði úti í náttúrunni og inni í kennslustofu og leggjum áherslu á skapandi hugsun og persónulega tjáningu. Einnig munu nemendur fá að prófa sig áfram með margskonar spennandi efni og verkfæri sem eru á staðnum og læra á þau.
  • Vatnslitun

    49.600 kr.

    Námskeiðið hentar þeim sem vilja ná góðri færni í að vinna með vatnsliti. Farið verður yfir helstu grunnatriði sem tengjast vatnslitum, það verður farið ýtarlega í mismunandi efni eins og pensla, mismunandi gerðir pappírs, liti og það helsta sem þarf til að ná góðri stjórn á vatnslitamálun.

  • Vatnslitun II – fyrir lengra komna

    49.600 kr.

    Námskeiðið hentar þeim sem hafa lokið námskeiðinu Vatnslitun I hjá Klifinu eða hafa almennan grunn í vatnslitamálun. Að þessu sinni verður kafað dýpra í notkun vatnslita, unnið í mismunandi verkefnum og nemandinn lærir að ná betri stjórn á vatnslitum.

  • Teikning og myndasögur 13-16 ára

    Í þessu námskeiði verður lögð áhersla á helstu grunnatriði í karaktersköpun og myndasögugerð. Markmið námskeiðsins er að nemendur læri að búa til áhugaverðar persónur með baksögu og útfæra og teikna sína eigin myndasögu.

  • Skapað með Procreate · 9-12 ára – sumarnámskeið

    24.990 kr.

    Þetta námskeið er ætlað krökkum sem vilja prófa sig áfram í teikningu með ipad. Við munum fara vel yfir forritið procreate sem er fremsta forritið í rafrænni list í dag.