• klifid bordi leiklist
  • klifid bordi dansHAUSTjpg

Fréttir

GLEÐI OG GAMAN Á SKAPANDI SUMARFJÖRI Í KLIFINU

sumarmynd

Óhætt er að segja að líf og fjör hafi verið á námskeiðunum Skapandi sumarfjör hjá Klifinu í sumar. Þar hafa krakkar á aldrinum 4 til 12 ára leyst eigin sköpunarkraft úr læðingi á vikulöngum námskeiðum í júní, júlí og águst. Ungu listamennirnir tókust á við gríðarlega fjölbreytt verkefni sem hafa verið hvert öðru skemmtilegra. Með sköpun að leiðarljósi fóru börnin í leiklist, myndlist, tónlistar- og danskennslu, ásamt því að gera vísindatilraunir.

Hóparnir í ágúst hafa allir fengið tækifæri til þess að semja lag undir handleiðslu Rebekku Sifjar, söngkonu og söngkennara og geta áhugasamir hlustað á afraksturinn inn á YouTube rás Klifsins: www.youtube.com/user/klifid1

Í danskennslunni sköpuðu krakkanir sín eigin danspor og settu saman dansa, en annar meðstjórnandi námskeiðanna, Andrea Urður, hefur meðal annars kennt ballett hjá Klifinu síðustu ár. Börnin eru kynnt fyrir leiklistinni í gegnum spuna og allskonar leiki, en einnig hafa nokkrir hópar fengið að semja stutt leikrit. Myndlistarstofa Klifsins er mikið nýtt í starfinu, en þar er frábær aðstaða og ógrynni af skapandi efniviði. Andlitsgrímur, origami, vatnslitamyndir og tilfinninga teikningar eru dæmi um myndlistarverkefni barnanna. Þegar upp er staðið hefur hver vika haft sín sérkenni og enginn hópur upplifir sama námskeiðið. Þá hafa frábærir unglingar úr Garðabæ starfað sem aðstoðarleiðbeinendur á námskeiðinu í allt sumar. Óbilandi orka streymir frá þessum flottu unglingum sem hafa verið ómissandi í starfinu í sumar.

Mikil gleði og ánægja hefur fylgt sumarnámskeiðunum, enda eru börnin hvött til að nýta ímyndunaraflið út í ystu æsar. Mikil tilhlökkun er til næsta sumars þar sem byggt verður ofan á þann góða grunn sem hefur skapast á sumarnámskeiðunum í sumarn og starfið í Klifinu heldur áfram að vaxa og dafna.  Vetrardagskráin er í vinnslu og munu námskeiðin birtast að vef Klifsins á næstu dögum. 

 

You are here: Home