• klifid bordi skapandi sumar

Fréttir

Skapandi sumarfjör 2017

Í sumar verður leikjanámskeiðið Skapandi sumarfjör haldið í Klifinu fyrir 6-11 ára. Námskeiðin eru vikulöng, annaðhvort frá kl.9-12 eða kl.13-16. Meginmarkmið námskeiðanna er að efla sköpunargleði og sjálfstæði barnanna. Ýmsar listgreinar verða kynntar, svo sem leiklist, myndlist, tónlist og dans. Námskeiðin fara fram bæði utan- og innandyra. Námskeiðin eru í umsjón Rebekku Sif Stefánsdóttir sem hefur mikla reynslu af starfi með börnum í listum og söng. Námskeiðin munu einkennast af mikilli gleði og lögð er áhersla á að hvert og eitt barn fái að njóta sín við að gera það sem því finnst skemmtilegt. Börnin fá tækifæri til að prófa að skapa sína eigin list eins og til dæmis að semja dans, búa til listaverk, gera tónlist með einhverju öðru en hljóðfærum og margt fleira (óvenjulegt). Við viljum fyrst og fremst að börnin skemmti sér vel á meðan þau kanna alla þá möguleika sem listin hefur uppá að bjóða. Skráning á námskeiðin fer fram á vef Klifsins www.klifid.is Við hlökkum til að sjá sem flesta í Skapandi sumarfjöri!
You are here: Home