klifið
Gleðilegt ár ! Skráningar á vornámskeiðin eru hafnar. Búið er að tengja hvatapeninga 2017 við Nóra greiðslukerfið. Sjá nánar á: https://klifid.felog.is/ Þar sem vinna við nýja vefinn hefur tafist verður opnað fyrir skráningar á þessum vef til þess að byrja með. Nýi vefurinn lítur dagsins ljós um leið og vinnu við hann er lokið. Við […]
Nú styttist í hina árlegu vorsýningu dansdeildar Klifsins, en hún fer fram föstudaginn 27. mars nk. kl. 18:00. Sýningin fer að þessu sinni fram í Gamla bíó, Ingólfsstræti 2 í Reykjavík. Við vorum svo heppin að komast að í samkomuhúsinu Gamla bíó í þetta fallega hús sem er nýbúið að gera upp. Þar er mjög gott […]
Nú á næstu dögum og vikum fara vornámskeið Klifsins að takast á flug og er skráning í fullum gangi. Tónlist, dans, galdrar, sundlaugarpartý, kassabílar, myndlist og leiklist eru dæmi um þá töfra sem eiga sér stað innan Klifsins – skapandi fræðsluseturs og þá fjölbreyttu og spennandi valkosti sem standa börnum jafnt sem fullorðnum til boða. […]
Haustbæklingur Klifsins er kominn í prentun. Honum verður dreift í hús á mánudag. Ný námskeið líta dagsins ljós og hægt er að ganga að námskeiðum sem hafa nú þegar sannað sig í Klifinu. Meðal nýjunga í haust eru fjölbreytt flóra dansnámskeiða fyrir stelpur og stráka. Klifið tekur einnig þátt í samstarfi við Guðmund Elías Knudsen og […]
Í vikunni lýkur fjórða starfsári Klifsins skapandi fræðsluseturs í Garðabæ. Við endum viðburðarríkt vetrarstarfið með kassabílaralli, sólarskoðun, hlutverkaleikjum og dansi. Á undanförnum árum hefur hugmyndafræði Klifsins verið í stöðugri mótun og þróun. Klifið er fræðslusetur sem leggur áherslu á fjölbreytt og skapandi námskeið og er sérstaða Klifsins á sviði nýsköpunar og skapandi greina. Áhersluatriði […]
GEFÐU UPPLIFUN ! Gjafabréf Klifsins er tilvalið sem gjöf fyrir skapandi börn. Gjafabréfið er hægt að nota á öll námskeið sem Klifið býður upp á fyrir unga sem aldna. Upphæð:Þú velur upphæð gjafabréfsins. Lágmarksupphæð er 4000 kr. Hægt er að panta gjafabréf hér á vefnum, með því að senda tölvupóst á klifid@klifid.is eða hringja í síma 565 0600. Gjafabréfið er hægt að […]
Nú er Klifið komið í sumarfrí fram yfir verslunarmannahelgi. Í ágúst munu haustnámskeiðin birtast smátt og smátt inni á síðunni okkar og munu fyrstu námskeiðin hefjast í september. Allar ábendingar um áhugaverða leiðbeinendur og hugmyndir að skemmtilegum námskeiðum er hægt að senda á netfangið klifid@klifid.is. Nú er bara að leita uppi íslenska sumarveðrið og […]
Klifið skrifaði undir samstarfssamning við Garðabæ á Menningaruppskeruhátíð Garðabæjar sem haldin var í samkomuhúsinu Garðaholti þann 24. maí 2012. Samningnum er ætlað að stuðla að uppbyggingu vettvangs fyrir skapandi tómstundastarf barna og uppbyggingu Menntaklifs í bæjarfélaginu. Hér eru þær Ágústa Guðmundsdóttir og Ásta Sölvadóttir frá Klifinu ásamt Gunnari Einarssyni bæjarstjóra Garðabæjar og Áslaugu Huldu Jónsdóttur […]