Nú styttist í að námskeið haustins hefjist hjá Klifinu en það er nú opið fyrir skráningu. Flest þau námskeið sem voru í vor halda áfram núna eftir sumarið með nokkrum spennandi viðbætum. Söngnámskeiðin fara hinsvegar í smá frí til áramóta þar sem að hún Rebekka Sif söngkennari er í fæðingarorlofi. Hægt er þó að skrá […]
Líkt og undanfarin ár mun Klifið standa að skapandi sumarnámskeiðum fyrir börn á aldrinum 6-10 ára. Að þessu sinni verða vikurnar fjórar, tvær í júní og tvær í júlí. Á námskeiðinu er lögð áhersla á skapandi greinar, svo sem myndlist, tónlist og vísindi ásamt almennum leik eftir veðri og vindum. Námskeiðin eru kennd bæði úti […]
Júlí Heiðar Halldórsson dansari, leikari og tónlistarmaður er nýtekinn við með yfirumsjón hjá dansdeild Klifsins. Hann leggur áherslu á að nemendur komi í tíma til þess að dansa sér til skemmtunar. Nokkur námskeiðanna innihalda ekki bara dans heldur einnig framkomu- og leiklistaræfingar segir Júlí Heiðar. Í þeim námskeiðum er sköpunin í miklu fyrirrúmi og fær […]
Skólaárið 2013 – 2014 eru tvö verkefni einkum í forgrunni í Menntaklifinu. Það er annars vegar Sprotasjóðsverkefnið Jafnrétti, kynheilbrigði og velferð á öllum skólastigum í Garðabæ og hins vegar Comenius Regio samstarfsverkefni grunnskólanna í Garðabæ, Fjölbrautaskólans í Garðabæ og Klifsins við breska sveitarfélagið Southend-on-Sea. Í þessum tveimur verkefnum er samstarf skólafólks og fagfólks sem vinnur […]
Í byrjun október sóttu Ágústa og Ásta leiðtogasmiðju um starfssamfélög og samfélagsmiðla hjá Etienne og Beverly Wenger-Trayner í Skálholti. Fræðimennirnir tveir sem reyndar eru hjón, eru einna þekktastir fyrir hugmyndir sínar um starfssamfélög og nýtingu félagsmiðla við uppbyggingu og þróun samstarfsneta (e. Communities of practice and social learning spaces). Wenger-Trayner hafa meðal annars þróað gagnlegar aðferðir til […]
Miðvikudaginn 15. ágúst 2012 halda grunnskólar Garðabæjar sameiginlegt þing kennara í samvinnu við Menntaklifið og fræðslu- og menningarsvið Garðabæjar. Yfirskrift þingsins er endurskoðun námsmats í grunnskólum Garðabæjar, þar sem innleiðing nýrrar aðalnámskrár fer fram í skólum landsins þessi misserin. Þóra Björk Jónsdóttir kennslu- og sérkennslufræðingur og Jón Baldvin Hannesson skólastjóri Giljaskóla flytja erindi á þinginu. Hægt er að […]