Haustnámskeiðin hefjast hjá Klifinu
- 08/30/2021
- Posted by: admin42
- Flokkur: Börn- og unglingar Fréttir Fullorðins Hobbies List og handverk Menntaklif Músík og menning Námskeið Námskeið fyrir fullorðna Um Klifið Útivist og hreyfing
Nú styttist í að námskeið haustins hefjist hjá Klifinu en það er nú opið fyrir skráningu. Flest þau námskeið sem voru í vor halda áfram núna eftir sumarið með nokkrum spennandi viðbætum. Söngnámskeiðin fara hinsvegar í smá frí til áramóta þar sem að hún Rebekka Sif söngkennari er í fæðingarorlofi. Hægt er þó að skrá sig í 45 mín einkakennslu þar sem að Elín ætlar að stíga inn og kenna nokkrum einstaklingum.
Vegna breyttra aðstæðna höfum við fengið til okkar glænýja tónlistarkennara í píanói, gítar og trommum. Öll tónlistarnámskeiðin okkar munu fara fram í Sjálandsskóla þetta haustið og erum við ótrúlega spennt fyrir því. Það er mikil aðsókn í tónlistina og hvetjum við því alla til að skrá sig sem fyrst til að komast að.
Við hjá Klifinu erum ótrúlega ánægð með móttökurnar fyrir námskeið þessa hausts. Það hefur verið fjallað um okkur í Garðapóstinum og í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni. Vegna vinsælda námskeiða okkar erum við mjög meðvituð um stöðuna í samfélaginu. Við erum ávalt reiðubúin því að fjöldatakmarkanir og covid bylgjur gætu breyst á hverri stundu. Allar sóttvarnir verða í fyrirrúmi og tillit til viðkvæmra einstaklinga sem sækja námskeið hjá okkur.
Hlökkum við að sjá ykkur hjá okkur í haust og hvetjum ykkur til þess að fylgjast með nýjustu fréttum og viðburðum á samfélagsmiðlunum okkar facebook.com/klifid og instagram.com/klifid 🙂