Líkt og undanfarin ár mun Klifið standa að skapandi sumarnámskeiðum fyrir börn á aldrinum 6-10 ára. Að þessu sinni verða vikurnar fjórar, tvær í júní og tvær í júlí. Á námskeiðinu er lögð áhersla á skapandi greinar, svo sem myndlist, tónlist og vísindi ásamt almennum leik eftir veðri og vindum. Námskeiðin eru kennd bæði úti og inni. Dagskráin verður breytileg milli vikna, enda hafa mörg börn síðustu ár komið aftur til okkar.
Við erum svo sannarlega spennt fyrir sumrinu og vonum svo sannarlega að veðurguðirnir standi sig og færi okkur hlýtt og gott sumar, svo hægt sé að njóta í botn úti.