Söngnámskeið

 • Leiklist og framkoma fyrir 9-12 ára – Sumarnámskeið

  Leiklistarnámskeið þar sem áhersla er lögð á skapandi hugsun, sjálfstyrkingu, sviðsframkomu og beitingu raddarinnar. Farið verður í skemmtilega leiki og spuna sem byggir upp sjálfstraust og leikgleði.
  Mikilvægt er að klæða börn eftir veðri, þar sem við verðum bæði inni og úti. Einnig að hafa meðferðis léttan bita, nesti.

   

   

 • Leikgleði og fjör fyrir 6-9 ára – Sumarnámskeið

  Leiklistarnámskeið þar sem áhersla er lögð á skapandi hugsun, söng og  hreyfingu. Farið verður í skemmtilega leiki og unnið með spuna þar sem krakkarnir fá tækifæri til að skapa sínar eigin persónur. Í gegnum námskeiðið vinnum við saman í  lagi sem við syngjum saman og búum til hreyfingar og persónur sem nýtum til að segja okkar eigin sögu. 

   

   

 • Söngnámskeið · Einkatímar new

  64.900 kr.
  Söngnámskeið Klifsins eru sérhönnuð hverjum og einum nemanda. Á námskeiðinu er farið yfir grunntækni í söng s.s. öndun, raddbeitingu og túlkun. Hver tími er 30 mínútur í senn og stendur námskeiðið yfir í 10 vikur. Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist aukið sjálfstraust í framkomu og túlkun. Á námskeiðinu kynnast nemendur raddtækni og  þeim möguleikum [...]
 • Söngnámskeið · 5-7 ára

  24.900 kr.

  Á söngnámskeiði Klifsins fá ungir söngvarar tækifæri til að þroskast í söng og framkomu. Lögð verður áhersla á einsöng með míkrafón þar sem söngvararnir verða hvattir til að gefa af sér með tjáningu.