5-9 ára

  • Leiklist & söngur · 6-9 ára – sumarnámskeið

    19.990 kr.

    Leiklist og söngur er lifandi og skemmtilegt námskeið fyrir 6–9 ára krakka sem vilja leika, syngja og njóta sumarins í gleðilegum hópi. Hér er lögð áhersla á leiklist, raddbeitingu og sjálfsöryggi, auk þess sem börnin fá að vinna með tónlist, einfaldar söngæfingar og leiki sem auka tjáningu og samvinnu.

     

  • Myndasögugerð · 6-9 ára – sumarnámskeið

    24.990 kr.

    Þetta námskeið er fyrir káta krakka með fjörugt ímyndunarafl. Við munum fara yfir öll helstu grunnatriði í myndasögugerð. Þau munu byrja á að skapa persónu sem þau vinna svo áfram með. Þau munu skapa umgjörð fyrir persónuna og semja sögu um hana.

  • Myndlist og teikning · 6-9 ára

    19.990 kr.

    Námskeiðið er fyrir krakka sem elska að teikna og skapa. Á námskeiðinu læra nemendur helstu undirstöðuatriði í teikningu og fá tækifæri til að æfa sig í að teikna umhverfi sitt og prófa fjölbreytt efni og verkfæri til listköpunar. Á þessu námskeiði fá börn að stíga inn í heim ævintýra og sköpunar.

  • Skapandi sumarsöngur · 6-9 ára – sumarnámskeið

    19.990 kr.

    Skapandi sumarsöngur er námskeið fyrir söngelska krakka sem vilja syngja sig í gegnum sumarið. Námskeiðið er hugsað eins og leikjanámskeið með áherslu á söng, leiklist, framkomu og sjálfan sköpunarkraftinn

  • Teikning og blönduð tækni · 9-12 ára sumarnámskeið

    19.990 kr.

    Námskeiðið er ætlað börnum sem elska að teikna og skapa. Á námskeiðinu lærum við helstu undirstöðuatriði í teikningu og hönnun persóna, sem nýtast til að búa til eigin myndverk á pappír. Lögð er áhersla á að móta bakgrunn fyrir viðfangsefni hvers þema, nemendur nýta ímyndunaraflið til að skapa heim, kanna hvaðan þemað kemur og hvernig þar

  • Teikning og myndasögur 9-12 ára

    Þetta námskeið er fyrir alla krakka sem að elska að teikna og búa til sögur. Í þessu námskeiði verður farið yfir grunntökin í teikningu, hlutföll mannslíkamans og aðeins verður farið í fjarvídd. Unnið verður með blýant, penna, blek og jafnvel málningu. Nemendur munu fara yfir karakter hönnun og fara í gerð myndasagna, rammagerð ásamt sögu-uppbyggingu. [...]
  • Söngnámskeið · 5-7 ára

    49.900 kr.

    Á söngnámskeiði Klifsins fá ungir söngvarar tækifæri til að þroskast í söng og framkomu. Lögð verður áhersla á einsöng með míkrafón þar sem söngvararnir verða hvattir til að gefa af sér með tjáningu.

  • Myndlist fyrir 6-9 ára

    Námskeiðið er fyrir alla krakka sem elska að mála og skapa. Á námskeiðinu læra nemendur undirstöðu málunar og æfa sig í að mála allt sem við sjáum í umhverfinu jafnt og með ímyndunaraflinu. Við munum sækja innblástur víða, bæði úti í náttúrunni og inni í kennslustofu og leggjum áherslu á skapandi hugsun og persónulega tjáningu. Einnig munu nemendur fá að prófa sig áfram með margskonar spennandi efni og verkfæri sem eru á staðnum og læra á þau.
  • Leiklist & dans · 9-12 ára – sumarnámskeið

    24.990 kr.

    Á námskeiðinu verður farið yfir grunntækni í leiklist og dansi. Í byrjun námskeiðsins munu allir nemendur fá úthlutaða senu sem mun fylgja þeim út vikuna. Þar munu nemendur fá að kynnast skemmtilegu ferðalagi senunnar frá upphafi til enda. Unnið verður með hlustun, samvinnu og persónusköpun.

     

  • Píanónámskeið · Einkatímar

    Á námskeiðinu er hljóðfærið og ýmiskonar tónlist kynnt fyrir nemandanum.  Lögð verður áhersla á góðan grunn nemandans í tónfræði og píanótækni. Nemendur geta einnig lært að lesa nótur og skrifa niður einfaldar hryn og laglínur.  Mætt verður þörfum og áhuga hvers og eins nemenda. Því er bæði hægt að læra að spila eftir eyranu og [...]
  • Gítarnámskeið · Einkatímar

    Byrjendur: Farið verður í helstu grip, laglínur, þekkt lög og gítarstef. Unnið út frá áhugasviði og getu hvers og eins nemanda og miðað að því að gera námið sem skemmtilegast. Lengra komnir: Unnið út frá getustigi og áhugasviði hvers og eins nemanda. Farið í hljóma, tónstiga, laglínur, spila eftir eyra og unnið með spuna. Kennt [...]
  • Procreate helgarsmiðja fyrir 9-11 ára

    29.900 kr.

    Þetta námskeið er ætlað krökkum sem vilja prófa sig áfram í teikningu með ipad. Við munum fara vel yfir forritið procreate sem er fremsta forritið í rafrænni list í dag.

  • Skapað með Procreate · 9-12 ára sumarnámskeið

    24.990 kr.

    Þetta námskeið er ætlað krökkum sem vilja prófa sig áfram í teikningu með ipad. Við munum fara vel yfir forritið procreate sem er fremsta forritið í rafrænni list í dag.

  • Skapandi sumarfjör · 6-9 ára – sumarnámskeið

    15.990 kr.

    Hið sívinsæla sumarnámskeið Klifsins Skapandi sumarfjör, verður í boði fyrir börn á aldrinum 6 til 9 ára sumarið 2024. Skapandi sumarfjör er skemmtileg leikja- og listasmiðja þar sem börn fá að leysa eigin sköpunarkraft úr læðingi á sviði vísinda, myndlistar, leiklistar, dans og tónlistar. Hver dagur hefur sitt þema og reynt verður að vera úti […]

  • Söngnámskeið · Einkatímar special

    67.900 kr.
    Söngnámskeið Klifsins eru sérhönnuð hverjum og einum nemanda. Á námskeiðinu er farið yfir grunntækni í söng s.s. öndun, raddbeitingu og túlkun. Hver tími er 30 mínútur í senn og stendur námskeiðið yfir í 10 vikur. Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist aukið sjálfstraust í framkomu og túlkun. Á námskeiðinu kynnast nemendur raddtækni og  þeim möguleikum [...]
  • Gjafabréf

    Gjafabréf Klifsins er tilvalið sem gjöf fyrir skapandi börn eða fullorðna.
    Gjafabréfið er hægt að nota á öll þau námskeið sem Klifið býður upp á fyrir unga sem aldna.