5-9 ára

  • Myndasögugerð og persónusköpun 9-12 ára

    49.900 kr.

    Námskeiðið er fyrir alla krakka sem elska að teikna og búa til sínar eigin sögur. Á námskeiðinu læra nemendur um persónusköpun, myndbyggingu, myndræna frásögn og hvernig það er nýtt til að búa til sína eigin myndasögu. Farið verður á kaf í sköpun teiknimyndasagna og hvernig hannaðar eru fjölbreyttar persónur og sögurnar sem þær eiga heima í.

  • Píanónámskeið · Einkatímar

    Á námskeiðinu er hljóðfærið og ýmiskonar tónlist kynnt fyrir nemandanum.  Lögð verður áhersla á góðan grunn nemandans í tónfræði og píanótækni. Nemendur geta einnig lært að lesa nótur og skrifa niður einfaldar hryn og laglínur.  Mætt verður þörfum og áhuga hvers og eins nemenda. Því er bæði hægt að læra að spila eftir eyranu og [...]
  • Gítarnámskeið · Einkatímar

    73.900 kr.
    Byrjendur: Farið verður í helstu grip, laglínur, þekkt lög og gítarstef. Unnið út frá áhugasviði og getu hvers og eins nemanda og miðað að því að gera námið sem skemmtilegast. Lengra komnir: Unnið út frá getustigi og áhugasviði hvers og eins nemanda. Farið í hljóma, tónstiga, laglínur, spila eftir eyra og unnið með spuna. Kennt [...]
  • Söngnámskeið · Einkatímar special

    67.900 kr.
    Söngnámskeið Klifsins eru sérhönnuð hverjum og einum nemanda. Á námskeiðinu er farið yfir grunntækni í söng s.s. öndun, raddbeitingu og túlkun. Hver tími er 30 mínútur í senn og stendur námskeiðið yfir í 10 vikur. Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist aukið sjálfstraust í framkomu og túlkun. Á námskeiðinu kynnast nemendur raddtækni og  þeim möguleikum [...]
  • Söngnámskeið · 5-7 ára

    49.900 kr.

    Á söngnámskeiði Klifsins fá ungir söngvarar tækifæri til að þroskast í söng og framkomu. Lögð verður áhersla á einsöng með míkrafón þar sem söngvararnir verða hvattir til að gefa af sér með tjáningu.

  • Gjafabréf

    4.000 kr.

    Gjafabréf Klifsins er tilvalið sem gjöf fyrir skapandi börn eða fullorðna.
    Gjafabréfið er hægt að nota á öll þau námskeið sem Klifið býður upp á fyrir unga sem aldna.

     

  • Myndlist og málun 6-9 ára

    48.900 kr.
    Námskeiðið er fyrir alla krakka sem elska að mála og skapa. Á námskeiðinu læra nemendur undirstöðu málunar og æfa sig í að mála allt sem við sjáum í umhverfinu jafnt og með ímyndunaraflinu. Við munum sækja innblástur víða, bæði úti í náttúrunni og inni í kennslustofu og leggjum áherslu á skapandi hugsun og persónulega tjáningu. Einnig munu nemendur fá að prófa sig áfram með margskonar spennandi efni og verkfæri sem eru á staðnum og læra á þau.