Fréttir
Nú stendur skráning yfir á námskeiðin sem hefjast núna á næstu dögum. Dagskráin hefur held ég aldrei litið jafn vel út og núna. Mörg spennandi námskeið fyrir fullorðna og börn. Hann Jens sem kennir hjá okkur myndlist fyrir fullorðna hefur heldur betur komið sterkur inn í kennarahóp Klifsins og heldur utan um hvorki meira né minna en sjö námskeið hjá okkur þessa önnina. Vatnslitanámskeið og módelteikning hefur verið kennt undanfarnar og fengist mikið lof fyrir svo við bætum bara við og vonum að fólki líki það jafnvel. En úrvalslið kennara er hjá okkur þessa önnina.
Svo er að nefna Hönnunarskólann sem er samstarfsverkefni Klifsins og Hönnunarsafns Íslands. Námskeið sem byggir á því að kenna ungmennum um ólík svið hönnunar, við hlökkum svo sannarlega til með að fylgjast með því í haust.
Líkt og undanfarin ár fer Aqua Zumba af stað fullbókað, sem okkur þykir frábært. Badmintonið á sínum stað og enn lausir vellir alveg tilvalið að bóka völl einu sinni viku, góð afsökun til að hitta vinina og hreyfa sig á sama tíma.
Hlökkum til að sjá ykkur sem flest í Klifinu í haust!