tónlist
Heil og sæl öll sömul! Sumarið hjá okkur í Klifinu var alveg hreint dásamlegt, þrátt fyrir að sú gula hafi ákveðið að sýna sig sem minnst í sumar, nutu krakkarnir sem komu til okkar í Skapandi sumarfjör sín í botn. Fyrir vikið var meira föndrað og skapað inni, en svo létu krakkarnir veðrið lítið á […]
Á næstu dögum mun haustbæklingur Klifsins birtast í lúgum landsmanna (eða réttara sagt Garðbæinga, Kópavogsbúa og Hafnfirðinga). En fyrir hina þá er hægt að berja dýrðina augum með því smella á rafrænan bæklingin hér fyrir neðan.
Nú á næstu dögum og vikum fara vornámskeið Klifsins að takast á flug og er skráning í fullum gangi. Tónlist, dans, galdrar, sundlaugarpartý, kassabílar, myndlist og leiklist eru dæmi um þá töfra sem eiga sér stað innan Klifsins – skapandi fræðsluseturs og þá fjölbreyttu og spennandi valkosti sem standa börnum jafnt sem fullorðnum til boða. […]
Í vikunni lýkur fjórða starfsári Klifsins skapandi fræðsluseturs í Garðabæ. Við endum viðburðarríkt vetrarstarfið með kassabílaralli, sólarskoðun, hlutverkaleikjum og dansi. Á undanförnum árum hefur hugmyndafræði Klifsins verið í stöðugri mótun og þróun. Klifið er fræðslusetur sem leggur áherslu á fjölbreytt og skapandi námskeið og er sérstaða Klifsins á sviði nýsköpunar og skapandi greina. Áhersluatriði […]