Söngur og sjálfstyrking · 8-11 ára
Söngur og sjálfstyrking er skapandi og valdeflandi námskeið fyrir börn á aldrinum 8-11 ára. Lögð er áhersla á sjálfstyrkingu í gegnum söng, skapandi aðferðir og framkomu. Kennt verður í hóp, hámark 6 nemendur. Farið verður í grundvallarsöngtækni, sjálfstyrkingaræfingar, lifandi framkomu, míkrafóntækni og að líða vel á sviði. Ásamt því mun hópurinn semja sitt eigið lag. [...]