Myndlistarnámskeið fyrir börn

  • Myndasögugerð og persónusköpun 9-12 ára

    56.000 kr.

    Námskeiðið er fyrir alla krakka sem elska að teikna og búa til sínar eigin sögur. Á námskeiðinu læra nemendur um persónusköpun, myndbyggingu, myndræna frásögn og hvernig það er nýtt til að búa til sína eigin myndasögu. Farið verður á kaf í sköpun teiknimyndasagna og hvernig hannaðar eru fjölbreyttar persónur og sögurnar sem þær eiga heima í.

  • Procreate námskeið 13-16 ára

    57.500 kr.

    Þetta námskeið er ætlað krökkum sem vilja prófa sig áfram í teikningu með ipad. Við munum fara vel yfir forritið procreate sem er fremsta forritið í rafrænni list í dag.

  • Myndlist og málun 6-9 ára

    53.900 kr.
    Námskeiðið er fyrir alla krakka sem elska að mála og skapa. Á námskeiðinu læra nemendur undirstöðu málunar og æfa sig í að mála allt sem við sjáum í umhverfinu jafnt og með ímyndunaraflinu. Við munum sækja innblástur víða, bæði úti í náttúrunni og inni í kennslustofu og leggjum áherslu á skapandi hugsun og persónulega tjáningu. Einnig munu nemendur fá að prófa sig áfram með margskonar spennandi efni og verkfæri sem eru á staðnum og læra á þau.