Hildur Lára Sveinsdóttir

Myndlistarkennari

Hildur Lára Sveinsdóttir útskrifaðist sem stafrænn hönnuður frá Tækniskólanum vorið 2020 með diplóma á BA stigi háskólanáms. Í skólanum stundaði Hildur nám í teiknimyndagerð, þrívíddarvinnslu og tæknibrellum fyrir kvikmyndir. Í vetur hefur Hildur Lára verið við nám á teiknibraut Myndlistarskólans í Reykjavík þar sem unnið er með klassíska teikningu og myndskreytingar á háskólastigi. Hildur hefur á síðustu misserum jafnframt lokið ýmsum námskeiðum í Myndlistaskólanum í Reykjavík meðal annars á sviði teiknimyndasögugerðar, story-boarding, tölvuteikningu og concept hönnunar, módel teikningu ásamt áföngum í hefðbundinni alhliða teikningu. Þá hefur Hildur einnig klárað nám á BA stigi -Teiknibraut úr Myndlistaskóla Reykjavíkur.

Hildur Lára hefur jafnframt reynslu af því að vinna með börn og listkennslu, og vann til að mynda sem söngkennari á söngleikjanámskeiðum á vegum Garðabæjar um árabil.

Námskeið sem Hildur kennir