Fréttir
Þessar annir bara líða hjá jafnóðum og við erum nýfarin af stað. Það þýðir að það sé gaman hjá okkur, er það ekki? Fjörið heldur að sjálfsögðu áfram hjá okkur í Klifinu í vor. Full dagskrá af skapandi námskeiðum fyrir börn, ungt fólk og fullorðna.
Við eyddum jólunum í að setja saman húsgögn fyrir rýmið okkar á Garðatorgi 7, nei okey ekki aðfangadagskvöldi þá fórum við heim, borðuðum og nutum í botn. En rýmið er okkar er alltaf verk í vinnslu. Svo það verður gaman að taka á móti ykkur á námskeiðum í lok janúar.
Vonandi finna allir sér eitthvað við hæfi hjá okkur í vor en við erum líka alltaf opin fyrir ábendingum um ný skapandi námskeið sem geta auðgað sköpun og menningarlíf okkar. Endilega sendið okkur póst á klifid@klifid.is ef þið viljið deila með okkur.