Fréttir
Sköpunargleði ríkir á sumarnámskeiðum Klifsins!
Um miðjan júní hefjast fjöldamörg skapandi sumarnámskeið Klifsins. Þetta sumar verður fjölbreyttara en áður þar sem hægt verður að fara á allskonar námskeið út sumarið, í myndlist, söng, leiklist, dans, jóga, vísindum og spjaldtölvulist! Hér má forvitnast svolítið um námskeiðin okkar:
Skapandi sumarsöngur er söngnámskeið þar sem börnin fá aukið sjálfstraust í söng og framkomu. Á námskeiðinu munu þau einnig semja lag og flytja uppskeru vikunnar á lokatónleikum. Þetta námskeið verður bæði fyrir 6 til 9 ára og 8 til 11 ára. Rebekka Sif Stefánsdóttir, söngkona og söngkennari, mun kenna námskeiðið en hún hefur verið verkefnastjóri Skapandi sumarfjörs Klifsins frá upphafi.
Lagasmiðja er glænýtt námskeið á vegum Klifsins. Þetta er námskeið fyrir tónelsk börn, þau munu læra skapandi aðferðir til að semja lög, fara í samsöng og allskonar hópeflisleiki. Þau munu einnig munu þau búa til tónlistarmyndband við eitt lagið. Kennslan verður í höndum Rebekku Sifjar og Silju Rósar, en þær eru báðar reyndar söngkonur og lagahöfundar.
Einkatímar í söng verða einnig í boði í sumar, fyrir allan aldur. Um er að ræða 1, 5 eða 10 tíma námskeið, hentar bæði byrjendum og lengra komnum. Kennari er Rebekka Sif en hún er með söngkennaragráðu frá Complete Vocal Institute.
Leikrit verður til er leiklistarnámskeið þar sem ímyndunaraflið verður í forgrunni. Börnin munu skapa sína eigin leiksýningu út frá spunaleikjum og skemmtilegum aðferðum. Námskeiðið er fyrir börn á aldrinum 6 til 9 ára. Leiklistarkennarinn er Silja Rós Ragnarsdóttir en hún útskrifaðist sem leikkona 2018 frá American Academy of Dramatic Arts í Los Angeles. Hún er einnig söngkona, lagahöfundur og jógakennari.
Leiklist og dans er námskeið fyrir börn á aldrinum 9 til 12 ára. Börnin fá leiksenu sem þau vinna út vikuna ásamt því að læra hlustun, samvinnu og persónusköpun. Einnig verður farið í grunnatriði dans og leiklistar. Silja Rós mun kenna námskeiðið.
Útivist & Jóga er frábært námskeið fyrir börn sem vilja eyða tíma úti í náttúrunni og fá útrás með fjölbreyttri hreyfingu. Börnin munu kynnast mismunandi jógastöðum sem tengjast dýrum og náttúrunni. Svo munu þau syngja möntrur og fara í allskonar skemmtilega leiki. Námskeiðin eru fyrir 6 til 9 ára börn.
Myndlistarnámskeiðin í sumar eru einstaklega fjölbreytt og skemmtileg. Björk Viggósdóttir mun sjá um kennslu þeirra allra en hún er bæði listamaður og listkennari.
Ævintýri og upplifun er tilvalið fyrir myndræn börn. Litir, birta, form, gróður og dýr verða skoðuð og í framhaldi verður unnið með teikningar, vatnslitaverk og skúlptúra. Fyrir 6 til 9 ára.
Hljóð í umhverfinu býður börnum á aldrinum 9 til 12 ára upp á að þjálfa hljóðræna og sjónræna athygli og tilfinningu fyrir nútímalist. Unnið verður með hljóðupptökur sem verða unnar áfram í forritinu Garageband.
Vísindi, umhverfi og spjaldtölvulist er virkilega spennandi námskeið fyrir skapandi og tækjasnjöll börn. Unnið verður með umhverfisvísindi og spjaldtölvur en notast verður við forritin Tayasui Sketches og iStopMotion. Fyrir 9 til 12 ára.
Frekari upplýsingar og dagsetningar námskeiðanna er hægt að finna inni á www.klifid.is. Námskeiðin fara fram í hvítu útihúsunum við Hofstaðaskóla. Hlökkum til að sjá ykkur hress og kát og uppfull af sköpunargleði í sumar!
Hlýjar kveðjur,
Rebekka Sif og Guðrún Ýr
Verkefnastjórar hjá Klifinu