Fréttir
Skráningar fyrir haustið í fullum gangi
- 08/23/2018
- Posted by: admin42
- Flokkur: Fréttir
Engar athugasemdir
Heil og sæl öll sömul!
Sumarið hjá okkur í Klifinu var alveg hreint dásamlegt, þrátt fyrir að sú gula hafi ákveðið að sýna sig sem minnst í sumar, nutu krakkarnir sem komu til okkar í Skapandi sumarfjör sín í botn. Fyrir vikið var meira föndrað og skapað inni, en svo létu krakkarnir veðrið lítið á sig fá og voru dugleg að fara út að leika.
En nú fer senn að líða að námskeið haustsins fari af stað hjá okkur og eru mörg ný og spennandi námskeið í boði ásamt þeim sem eru orðin rótgróin við okkur hér í Klifinu. Við hvetjum ykkur til að skoða úrvalið því það er eitthvað við allra hæfi hjá okkur í haust.
Hlökkum til að sjá ykkur sem flest!