Sumarnámskeið 2025
-
FULLBÓKAÐ – Leiklist & söngur · 6-9 ára – sumarnámskeið
Leiklist og söngur er lifandi og skemmtilegt námskeið fyrir 6–9 ára krakka sem vilja leika, syngja og njóta sumarins í gleðilegum hópi. Hér er lögð áhersla á leiklist, raddbeitingu og sjálfsöryggi, auk þess sem börnin fá að vinna með tónlist, einfaldar söngæfingar og leiki sem auka tjáningu og samvinnu.
-
Myndlist og teikning · 6-9 ára
Námskeiðið er fyrir krakka sem elska að teikna og skapa. Á námskeiðinu læra nemendur helstu undirstöðuatriði í teikningu og fá tækifæri til að æfa sig í að teikna umhverfi sitt og prófa fjölbreytt efni og verkfæri til listköpunar. Á þessu námskeiði fá börn að stíga inn í heim ævintýra og sköpunar.
-
Teikning og blönduð tækni · 9-12 ára sumarnámskeið
Námskeiðið er ætlað börnum sem elska að teikna og skapa. Á námskeiðinu lærum við helstu undirstöðuatriði í teikningu og hönnun persóna, sem nýtast til að búa til eigin myndverk á pappír. Lögð er áhersla á að móta bakgrunn fyrir viðfangsefni hvers þema, nemendur nýta ímyndunaraflið til að skapa heim, kanna hvaðan þemað kemur og hvernig þar
-
FULLBÓKAÐ – Leiklist & dans · 9-12 ára – sumarnámskeið
Á námskeiðinu verður farið yfir grunntækni í leiklist og dansi. Í byrjun námskeiðsins munu allir nemendur fá úthlutaða senu sem mun fylgja þeim út vikuna. Þar munu nemendur fá að kynnast skemmtilegu ferðalagi senunnar frá upphafi til enda. Unnið verður með hlustun, samvinnu og persónusköpun.
-
Skapandi sumarfjör · 6-9 ára – sumarnámskeið
Hið sívinsæla sumarnámskeið Klifsins Skapandi sumarfjör, verður í boði fyrir börn á aldrinum 6 til 9 ára sumarið 2024. Skapandi sumarfjör er skemmtileg leikja- og listasmiðja þar sem börn fá að leysa eigin sköpunarkraft úr læðingi á sviði vísinda, myndlistar, leiklistar, dans og tónlistar. Hver dagur hefur sitt þema og reynt verður að vera úti […]