námskeið fyrir börn

  • Leiklist & söngur · 6-9 ára – sumarnámskeið

    24.990 kr.

    Leiklist og söngur er lifandi og skemmtilegt námskeið fyrir 6–9 ára krakka sem vilja leika, syngja og njóta sumarins í gleðilegum hópi. Hér er lögð áhersla á leiklist, raddbeitingu og sjálfsöryggi, auk þess sem börnin fá að vinna með tónlist, einfaldar söngæfingar og leiki sem auka tjáningu og samvinnu.

     

  • Myndasögugerð · 6-9 ára – sumarnámskeið

    24.990 kr.

    Þetta námskeið er fyrir káta krakka með fjörugt ímyndunarafl. Við munum fara yfir öll helstu grunnatriði í myndasögugerð. Þau munu byrja á að skapa persónu sem þau vinna svo áfram með. Þau munu skapa umgjörð fyrir persónuna og semja sögu um hana.

  • Skapandi sumarsöngur · 6-9 ára – sumarnámskeið

    19.990 kr.

    Skapandi sumarsöngur er námskeið fyrir söngelska krakka sem vilja syngja sig í gegnum sumarið. Námskeiðið er hugsað eins og leikjanámskeið með áherslu á söng, leiklist, framkomu og sjálfan sköpunarkraftinn

  • Teikning og blönduð tækni · 9-12 ára sumarnámskeið

    19.990 kr.

    Námskeiðið er ætlað börnum sem elska að teikna og skapa. Á námskeiðinu lærum við helstu undirstöðuatriði í teikningu og hönnun persóna, sem nýtast til að búa til eigin myndverk á pappír. Lögð er áhersla á að móta bakgrunn fyrir viðfangsefni hvers þema, nemendur nýta ímyndunaraflið til að skapa heim, kanna hvaðan þemað kemur og hvernig þar

  • Teikning og myndasögur 13-16 ára

    Í þessu námskeiði verður lögð áhersla á helstu grunnatriði í karaktersköpun og myndasögugerð. Markmið námskeiðsins er að nemendur læri að búa til áhugaverðar persónur með baksögu og útfæra og teikna sína eigin myndasögu.

  • Skapað með Procreate · 9-12 ára sumarnámskeið

    24.990 kr.

    Þetta námskeið er ætlað krökkum sem vilja prófa sig áfram í teikningu með ipad. Við munum fara vel yfir forritið procreate sem er fremsta forritið í rafrænni list í dag.