námskeið fyrir börn

 • Leiklist og framkoma fyrir 9-12 ára – Sumarnámskeið

  Leiklistarnámskeið þar sem áhersla er lögð á skapandi hugsun, sjálfstyrkingu, sviðsframkomu og beitingu raddarinnar. Farið verður í skemmtilega leiki og spuna sem byggir upp sjálfstraust og leikgleði.
  Mikilvægt er að klæða börn eftir veðri, þar sem við verðum bæði inni og úti. Einnig að hafa meðferðis léttan bita, nesti.

   

   

 • Myndasögugerð · 6-9 ára – sumarnámskeið

  19.900 kr.

  Þetta námskeið er fyrir káta krakka með fjörugt ímyndunarafl. Við munum fara yfir öll helstu grunnatriði í myndasögugerð. Þau munu byrja á að skapa persónu sem þau vinna svo áfram með. Þau munu skapa umgjörð fyrir persónuna og semja sögu um hana.

 • Myndasögugerð og persónusköpun · 9-12 ára

  19.900 kr.

  Námskeiðið er fyrir alla krakka sem elska að teikna og búa til sínar eigin sögur. Á námskeiðinu læra nemendur um karaktersköpun, myndbyggingu, myndræna frásögn og hvernig það er nýtt til að búa til sína eigin myndasögu.

 • Myndlist í náttúrunni fyrir 5-7 ára

  24.800 kr.

  Námskeiðið er fyrir krakka sem elska að teikna og skapa. Á námskeiðinu læra nemendur helstu undirstöðuatriði í teikningu og fá tækifæri til að æfa sig í að teikna umhverfi sitt og prófa fjölbreytt efni og verkfæri til listköpunar. Við munum sækja innblástur víða, bæði úti í náttúrunni og inni í kennslustofu, m.a. fólk, dýr, og byggingar. 

 • Skapandi sumarsöngur

  24.800 kr.

  Skapandi sumarsöngur er námskeið fyrir söngelska krakka sem vilja syngja sig í gegnum sumarið. Námskeiðið er hugsað eins og leikjanámskeið með áherslu á söng, leiklist, framkomu og sjálfan sköpunarkraftinn

 • Leikgleði og fjör fyrir 6-9 ára – Sumarnámskeið

  Leiklistarnámskeið þar sem áhersla er lögð á skapandi hugsun, söng og  hreyfingu. Farið verður í skemmtilega leiki og unnið með spuna þar sem krakkarnir fá tækifæri til að skapa sínar eigin persónur. Í gegnum námskeiðið vinnum við saman í  lagi sem við syngjum saman og búum til hreyfingar og persónur sem nýtum til að segja okkar eigin sögu. 

   

   

 • Teikning: Karaktersköpun & Myndasögugerð

  52.900 kr.

  Í þessu námskeiði verður lögð áhersla á helstu grunnatriði í karaktersköpun og myndasögugerð. Markmið námskeiðsins er að nemendur læri að búa til áhugaverðar persónur með baksögu og útfæra og teikna sína eigin myndasögu.

 • Hreyfimyndasgerð 9-12 ára

  24.800 kr.

  Námskeiðið er fyrir alla krakka sem langar að læra um hvernig teiknimyndir og stuttmyndir verða til. Á námskeiðinu læra nemendur um grunnatriði fjölbreyttra aðferða sem notaðar eru við hreyfimyndagerð.

 • Skapað með Procreate 9-12 ára – sumarnámskeið

  24.800 kr.

  Þetta námskeið er ætlað krökkum sem vilja prófa sig áfram í teikningu með ipad. Við munum fara vel yfir forritið procreate sem er fremsta forritið í rafrænni list í dag.

 • Skapandi sumarfjör

  19.900 kr.
  Hið sívinsæla sumarnámskeið Klifsins Skapandi sumarfjör, verður í boði fyrir börn á aldrinum 6 til 10 ára sumarið 2024. Skapandi sumarfjör er skemmtileg leikja- og listasmiðja þar sem börn fá að leysa eigin sköpunarkraft úr læðingi á sviði vísinda, myndlistar, leiklistar, dans og tónlistar. Leikir og hópefli verða ríkjandi og  munu námskeiðin einkennast af mikilli [...]