Fréttir
Haustbæklingur Klifsins 2014
- 08/28/2014
- Posted by: admin42
- Category: Fréttir
Haustbæklingur Klifsins er kominn í prentun. Honum verður dreift í hús á mánudag.
Ný námskeið líta dagsins ljós og hægt er að ganga að námskeiðum sem hafa nú þegar sannað sig í Klifinu. Meðal nýjunga í haust eru fjölbreytt flóra dansnámskeiða fyrir stelpur og stráka. Klifið tekur einnig þátt í samstarfi við Guðmund Elías Knudsen og Listaháskóla Íslands með þróun hreyfismiðju fyrir unglingsstráka með ADHD.
Tækni- og vísindi verða á sínum stað í vetur. Við munum halda áfram með Litla uppfinningaskólann, frá því í sumar. Við munum einnig grúska í vísindum og skoða jarðfræði, eðlisfræði og himingeiminn með Sævari Helga Bragasyni, en hann hlaut verðlaunin framúrskarandi ungir Íslendingar nú í sumar. Söngkennsla verður í boði í fyrsta skipti, bæði sem söngsmiðja og þar sem söng og lífsgildum er blandað saman í námskeiðinu Gleym mér ei. Við hlökkum til vetrarins og hlökkum til að sjá sem flesta. Allir eru velkomnir í Klifið.