Nýir danskennarar hafa tekið við í sístækkandi Listdansdeild Klifsins í vor. Það eru þau Védís Kjartansdóttir og Kara Elvarsdóttir sem báðar hafa miklar reynslu í listdansi og kennslu auk þess munu Leifur Eiríksson einn besti breakari landsins og Guðmundur Elías Knudsen danskapteinn í Mary Poppins vera með dansnámskeið fyrir stráka þar sem kennt verður break […]
Klifið skapandi fræðslusetur vekur athygli á því að miðasala er hafin á nemendasýningu Plie listdansdeildar Klifsins. Sýningin fer fram í Salnum í Kópavogi, laugardaginn 5. apríl nk. Mikil tilhlökkun er hjá nemendum vegna sýningarinnar og eigum við sem eldri erum eflaust eftir að njóta þess líka að fá að sjá ungu dansarana uppskera […]
Klifið hefur átt í farsælu samstarfi við töframanninn Einar Mikael á undanförnum árum. Samstarf Klifsins og Einars hóst árið 2011 þegar Einar Mikael hélt námskeið í Klifinu við góðar undirtektir. Í vor var galdranámskeið Einars Mikaels aftur sett á dagskrá í Klifinu og það er skemmst frá því að segja að það varð uppselt á […]
Dagana 17. – 21. febrúar verður vetrarfrí í Klifinu í Garðabæ. Það verður hins vegar ekki vetrarfrí á helgarnámskeiðum Klifsins, þ.e.a.s. á laugardagsnámskeiðum í ballet og myndlist. Kennsla hefst á nýjan leik samkvæmt stundatöflu mánudaginn 24. febrúar. Ásta og Ágústa
Síðustu daga hafa námskeiðin í Klifinu hafist hvert af öðru. Tilhlökkun, væntingar og gleði skín úr andlitum þátttakenda og ljóst að önnin fer vel af stað. Margir koma á hverri önn og í vor tökum við á móti mörgum nýjum andlitum. Við bjóðum nýja nemendur sérstaklega velkomna í Klifið. Búið er að finna tíma […]
Vornámskeið Klifsins munu birtast á vefnum nú á næstu dögum hvert á fætur öðru. Framundan eru vísindi, töfrabrögð, myndlist, kassabílasmiðja, Zumba fyrir börn, Aqua Zumba fyrir fullorðna, gítarnámskeið, trommunámskeið, bassanámskeið, píanó- og hljómborðsnámskeið, hlutverkaspil, víkingasmiðja, fjársjóðsleit, badminton, dans, leiklist o.fl. Við hlökkum til að sjá þig í Klifinu !
GEFÐU UPPLIFUN ! Gjafabréf Klifsins er tilvalið sem gjöf fyrir skapandi börn. Gjafabréfið er hægt að nota á öll námskeið sem Klifið býður upp á fyrir unga sem aldna. Upphæð:Þú velur upphæð gjafabréfsins. Lágmarksupphæð er 4000 kr. Hægt er að panta gjafabréf hér á vefnum, með því að senda tölvupóst á klifid@klifid.is eða hringja í síma 565 0600. Gjafabréfið er hægt að […]
Skráning er hafin á ballettnámskeið og dansnámskeið vorannar 2014 hjá Plie listdansdeild Klifsins. Fleiri skapandi vornámskeið munu koma inn á vef Klifsins á næstu dögum.