Þriðjudaginn 10. mars falla öll námskeið niður í Klifinu vegna veðurs. Veðurstofa Íslands spáir mjög slæmu veðri seinnipartinn í dag og í samtali við veðurstofuna fyrr í dag var okkur ráðlagt að fella niður öll námskeið síðdegis. Mikill snjór er á götum og líklegt að það verði ófært víða.
Nú á næstu dögum og vikum fara vornámskeið Klifsins að takast á flug og er skráning í fullum gangi. Tónlist, dans, galdrar, sundlaugarpartý, kassabílar, myndlist og leiklist eru dæmi um þá töfra sem eiga sér stað innan Klifsins – skapandi fræðsluseturs og þá fjölbreyttu og spennandi valkosti sem standa börnum jafnt sem fullorðnum til boða. […]
Síðustu vikur hafa þátttakendur á haustnámskeiðum Klifsins sýnt fjölskyldu og vinum afrakstur vinnu sinnar. Það gera þeir á uppskeruhátíðum sem haldnar eru í lok hvers námskeiðs. Námskeiðin eiga það sameiginlegt að efla trú barna á eigin getu, þjálfa þau í því að koma fram og sýna hvað í þeim býr í öruggu og hvetjandi umhverfi. […]
Ungar og upprennandi söngkonur héldu glæsilega tónleika í Klifinu þann 24. nóvember síðstliðinn. Stúlkurnar eru allar á aldrinum 6 til 8 ára og stóðu þær sig með mikilli prýði þegar þær sungu á sviði hátíðarsals Flataskóla fyrir fjölskyldur sínar og ættingja. Þær hafa æft söng síðastliðnar 10 vikur undir handleiðslu Rebekku Sifjar Stefánsdóttur söngkonu og söngþjálfara. […]
Fimmtudaginn 30. október hefst vísindanámskeiðið Grúsk í vísindum með Sævari Helga Bragasyni vísindamanni. Námskeiðið er fyrir stelpur og stráka á aldinum 9 – 12 ára. Markmið námskeiðsins er að vekja áhuga unga fólksins á jarðfræði og eðlisfræði og könnun Íslands. Á námskeiðinu læra krakkarnir um ýmis undur jarðfræðinnar og eðlisfræðinnar á skemmtilegan og skapandi hátt. Könnuð […]
Skólaárið 2014 – 2015 tekur Klifið þátt í þróunarverkefninu Frá frumkvæði til framkvæmdar ásamt Flataskóla, Garðaskóla, Félagi kennara í nýsköpunarmennt (FNF), Menntavísindasviði HÍ og sérfræðingunum Dr. Rósu Gunnarsdóttur, Dr. Svanborgu R. Jónsdóttur og Ástu Sölvadóttur, en þær hafa sérhæft sig í nýsköpunar- og frumkvöðlamennt. Nýsköpunar- og frumkvöðlamennt er námsgrein sem brýtur niður veggi í […]
Þann 12. september sl. birtist viðtal við Dr. Rósu Gunnarsdóttur námskeiðshönnuð Litla uppfinningaskólans í Klifinu. Þar segir hún frá tilurð námskeiðsins og þróun þess. Hér má lesa viðtalið við Rósu, en það er á bls. 10 í blaðinu.
Þann 1. september birtist viðtal í Fréttablaðinu við Guðmund Elías Knudsen danskennara í ADHD smiðjunni í Klifinu. Smiðjan, sem er samstarfsverkefni Listaháskólans og Klifsins er í boði fyrir stráka á aldrinum 13 – 16 ára. Hér má lesa viðtalið við Guðmund Elías. Þar segir Guðmundur frá tilurð ADHD hreyfismiðjunnar.
Haustbæklingur Klifsins er kominn í prentun. Honum verður dreift í hús á mánudag. Ný námskeið líta dagsins ljós og hægt er að ganga að námskeiðum sem hafa nú þegar sannað sig í Klifinu. Meðal nýjunga í haust eru fjölbreytt flóra dansnámskeiða fyrir stelpur og stráka. Klifið tekur einnig þátt í samstarfi við Guðmund Elías Knudsen og […]