Fimmtudaginn 30. október hefst vísindanámskeiðið Grúsk í vísindum með Sævari Helga Bragasyni vísindamanni. Námskeiðið er fyrir stelpur og stráka á aldinum 9 – 12 ára. Markmið námskeiðsins er að vekja áhuga unga fólksins á jarðfræði og eðlisfræði og könnun Íslands. Á námskeiðinu læra krakkarnir um ýmis undur jarðfræðinnar og eðlisfræðinnar á skemmtilegan og skapandi hátt. Könnuð […]
Skólaárið 2014 – 2015 tekur Klifið þátt í þróunarverkefninu Frá frumkvæði til framkvæmdar ásamt Flataskóla, Garðaskóla, Félagi kennara í nýsköpunarmennt (FNF), Menntavísindasviði HÍ og sérfræðingunum Dr. Rósu Gunnarsdóttur, Dr. Svanborgu R. Jónsdóttur og Ástu Sölvadóttur, en þær hafa sérhæft sig í nýsköpunar- og frumkvöðlamennt. Nýsköpunar- og frumkvöðlamennt er námsgrein sem brýtur niður veggi í […]
Þann 12. september sl. birtist viðtal við Dr. Rósu Gunnarsdóttur námskeiðshönnuð Litla uppfinningaskólans í Klifinu. Þar segir hún frá tilurð námskeiðsins og þróun þess. Hér má lesa viðtalið við Rósu, en það er á bls. 10 í blaðinu.
Þann 1. september birtist viðtal í Fréttablaðinu við Guðmund Elías Knudsen danskennara í ADHD smiðjunni í Klifinu. Smiðjan, sem er samstarfsverkefni Listaháskólans og Klifsins er í boði fyrir stráka á aldrinum 13 – 16 ára. Hér má lesa viðtalið við Guðmund Elías. Þar segir Guðmundur frá tilurð ADHD hreyfismiðjunnar.
Haustbæklingur Klifsins er kominn í prentun. Honum verður dreift í hús á mánudag. Ný námskeið líta dagsins ljós og hægt er að ganga að námskeiðum sem hafa nú þegar sannað sig í Klifinu. Meðal nýjunga í haust eru fjölbreytt flóra dansnámskeiða fyrir stelpur og stráka. Klifið tekur einnig þátt í samstarfi við Guðmund Elías Knudsen og […]
Í vetur verða mörg spennandi námskeið í boði bæði sívinsæl og ný. Í lok vikunnar verður búið að opna fyrir skráningar á öll námskeiðin. Fylgist vel með því það er fljótt að fyllast á námskeiðin
Haustnámskeið Klifsins verða sem fyrr með fjölbreyttu sniði, við erum þessa dagana að setja námskeiðin á vef Klifsins. Það sem verður í boði á haustönn er m.a. Myndlistarnámskeið Gítarnámskeið Bassanámskeið Trommunámskeið píanónámskeið Leiklistarnámskeið Myndlistarnámskeið Fjársjóðsleitin Söng og hugræktarnámskeið Söngnámskeið Dans og ballettnámskeið Agua Zumba Badminton Uppfinninganámskeið og margt fleira 🙂
Skrifstofa Klifsins er lokuð í júlí. Við opnum aftur eftir verslunarmannahelgi.
Sumarnámskeið Klifsins hefjast 10. júní. Litli uppfinningaskólinn 1a hefst kl. 8:30 og stendur yfir til kl. 12:30 alla dagana. Litli uppfinningaskólinn verður aftur á dagskrá eftir verslunarmannahelgi og hefst hann á nýjan leik þann 6. ágúst og stendur hann yfir til 15. ágúst. Enn eru laus pláss á Litla uppfinningaskólann í ágúst, en uppselt er í skólann […]